Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 173
PrestafélagsritiÖ.
ÞJÓÐIN OG KIRKjAN.
Synoduserindi 1930.
Eflir séra Friðrik Hallgrímsson.
í næstu viku verður haldin 1000 ára afmælishátíð alþingis.
Slík tímamót eiga að vera þjóðinni hvöt til þess að rann-
saka hag sinn, bæði í veraldlegum efnum og andlegum, —
athuga, hvort henni hafi farið fram, og þá að hverju leyti,
gera sér grein fyrir því, sem aflaga kann að fara, og hvernig
bezt verði bót á því ráðin, gagnrýna starfsaðferðir sínar, og
ef árangurinn af starfinu hefir verið minni en menn hefðu
mátt búast við, þá leitast við að finna aðrar betri. Að halda
slíka hátíð, aðeins til þess að minnast liðinna tíma eða skemta
sér, án þess að láta tímamótin verða sér hvöt til alvarlegrar
umhugsunar um hag þjóðarinnar og drengilegra framkvæmda,
væri gersamlega gagnslaus hégómi. Enda hefir nú um þessar
mundir verið mikið um það talað, að hrinda ýmsum þörfum
fyrirtækjum af stað í sambandi við þetta merkisár í sögu
þjóðarinnar. Alla góða borgara langar nú til þess, að taka
höndum saman um að byggja upp eitthvað, sem geti orðið
þjóðinni til gæfu og sóma á ókomnum árum og öldum. Guð
gefi, að það megi takast!
Þúsund ár eru liðin síðan alþingi var stofnað; og nærri því
jafn lengi hefir kristin kirkja verið þjóðinni samferða. Mér
finst þessvegna að ástæða sé til þess fyrir okkur kirkjunnar
þjóna, sem erum saman komnir á prestastefnu á þessu afmælis-
ári, að helga einhverja stund því, að ráðgast um það, hvernig
kirkjan geti með starfi sínu orðið þjóðinni til mestrar bless-