Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 174
Prestaféiagsritio. Fr. Hallgrímsson: Þjóðin og kirkjan.
165
unar. Við þurfum að gera okkur það ljóst, hvort við séum að
vinna það gagn, sem til er æflast af okkur, ekki aðeins af
mönnum, heldur fyrst og fremst af Guði. Við þurfum að gera
okkur grein fyrir þeim ófullkomleikum, sem á starfsemi okkar
kunna að vera, og ráðgast um, hvernig við fáum úr þeim
bætt. Við þurfum að gera okkur sem ljósasta grein fyrir hin-
um sérstöku þörfum þessara tíma, og reyna að skilja, hvernig
við fáum sem bezt fullnægt þeim. — Og ég efast ekki um,
að við höfum allir einlæga löngun til þess.
Þær raddir hafa heyrst, sem segja, að þjóðkirkja íslands
sé orðin gersamlega áhrifalaus, hún hafi ekki lengur nein
áhrif á hugi manna og sé þung byrði á þjóðinni, sem geri
henni ekkert gagn.
Slíkt er auðvitað órökstuddur sleggjudómur, sem engum
sanngjörnum manni dettur í hug að samsinna. Kirkjan er að
vinna þjóðinni ómetanlegt gagn, og sízt allra stofnana þjóð-
félagsins mættum við missa af starfi hennar.
En samt má alltaf eitthvað læra af því, sem að er fundið.
Jafnvel ósanngjarnir og ranglátir dómar geta orðið hygnum
mönnum vakning og hvöt. Og sízt ættum við að vera svo
ánægðir með okkur sjálfa og okkar starf, að við vildum ekki
hlusta á það, sem að okkur er fundið.
Ástæðurnar, sem menn hafa bent á, fyrir því, að kirkjan
væri ekki eins áhrifamikil og hún ætti að vera, eru aðallega
tvær:
Onnur er sú, að prestarnir séu áhugalausir; þeim sé þetta
verk, sem þeim hefir verið trúað fyrir, ekkert áhugamál; þeir
séu allir í öðrum störfum; fólkið finni þetta áhugaleysi hjá
þeim, og komist svo að þeirri niðurstöðu, að starf kirkjunnar
sé óþarft og því sé haldið við eingöngu af fasíheldni við
gamlar venjur.
Satt er það, að margir prestar stunda önnur störf jafn-
hliða prestskapnum. En það kemur hjá allflestum ekki til af
áhugaleysi fyrir málefni trúarinnar heldur af því, að prestur-