Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 178
Prestafélagsritið.
ÞjóSin og kirkjan.
169
En þetta er, sem betur fer, alveg nýtt fyrirbrigði í sögu
íslenzku kirkjunnar og einsdæmi. Og ég ber það traust til
dómgreindar kristins almennings, að menn láti ekki blekkjast
af slíkum öfgum.
Og þá kem ég aftur að því atriði, sem ég hvarf frá áðan:
þeim ágreiningi út af trúarskoðunum, sem á sér stað innan
prestastéttarinnar. Og ég skal undir eins taka það fram, að
ég fæ ekki séð að sá skoðanamunur sé svo róttæks eðlis,
að hann ætti að þurfa að valda illdeilum eða standa starfi
kirkjunnar fyrir þrifum, ef menn aðeins vildu sýna meiri still-
ingu og viðleitni til að skilja hverir aðra, en komið hefir
stundum fram í umræðum um það mál. Frá mínu sjónarmiði
stafar okkur ekki mesta hættan af málinu sjálfu, heldur því,
hvernig við förum með það. Ef menn eru óstiltir og sérvitrir,
geta þeir orðið óvinir út úr hverju lítilræði sem er; en ef
þeir mætast eins og lærisveinar ]esú Krists í kærleika til
hans og málefnis hans, láta þeir ekki skoðanamun á þeim
efnum, sem samkvæmt eðli sínu eru ofar mannlegum skiln-
ingi, spilla samvinnu sinni í því að þjóna honum og efla
dýrð hans.
Þessar ólíku skoðanir snerta aðallega persónu ]esú Krists.
Það er eðlilegt að kristnir menn hugsi og ræði mikið um
hann, því að ekkert indælla umhugsunarefni er til en hann,
hvort sem við hugsum um mannlega fullkomnun hans eða
guðlegan góðleik, fegurð lífs hans eða speki kenningar hans,
þjáningar krossins eða dýrð upprisunnar, þjónandi hlýðni hans
eða eilífa guðdómstign hans. Það er eðlilegt, að lærisveinar
hans hugsi mikið um hann og reyni að gera sér sem full-
komnasta grein fyrir öllu, er hann snertir, og það er hverjum
manni gott. Menn hafa líka haft ólíkar skoðanir um hann og
deilt harðlega um hann innan kirkjunnar bæði fyr og síðar.
En hve gagnslausar slíkar deilur eru, og út í hvílíkar öfgar
þær geta leitt menn, ættu þeir bezt að geta skilið, sem hafa