Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 187
Prestafélagsritiö.
SÉRA EIRÍKUR BRIEM PRÓFESSOR.
F. 17. júlí 1846. D. 27. nóv. 1929.
Minningarorð flutt í Dómkirkjunni.
Eftir séra Þorstein Briem.
Kenn oss að felja daga vora að vér
megum öðlast viturt hjarta. Sálm. 90,12
Ég tala hér ekki sem starfsmaður neinnar stofnunar. Ég
stend hér aðeins sem einn af vinunum, er hingað koma til
að kveðja. Orð mín fá því ekkert ræðusnið, heldur mæli ég
eins og í hugann kemur, um höfuð ættar minnar, sem ungur
lærisveinn um kennara, eða sonur um föður.
Fyrst þegar ég man eftir séra Eiríki Briem, þá sat ég sem
lítill sveinn á kné hans, og hann vafði mig að sér og fræddi
mig og sagði mér sögur.
Síðan hefur fundum okkar vart borið svo saman, að hann
hafi ekki frætt mig um eitthvað, og ég hafi ekki fundið hjá
honum sömu elsku og alúð, sem þá, er ég sat í skauti hans.
Ég hef sótt til hans föðurleg ráð, um lífsssöðu mína og starf
mitt og um það, sem ég gat engum sagt, nema þeim, sem
átti trúnað minn allan. Og úr þeim málum hefur hann jafnan
leyst, eftir vandlega og rækilega íhugun, af hinum næmasta
skilningi og djúphygni, svo að hver ráðlegging hans hefur
verið mér dýrmæt.
Mér hefur því ávalt virst ég vera lítill sveinn á kné honum.
Og ég finn því vanmátt minn að tala, þegar þögn er hjá honum.
Mér er það ljóst, að þegar mæla á eftir þann mann, sem
hér er hniginn til moldar, þá er jafnframt eftir það tímabil
12