Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 189
Prestafélagsritiö.
Eirikur Briem.
179
huga að verða sþarfur maður í sveit« eins og Oberlín. Eru
sagnir um hve annt hann hafi látið sér um fræðslu ungmenna
í sóknum sínum, og hve prédikanir hans hafi verið vandaðar
og gagn-hugsaðar. En jafnframt varð hanr. þegar einn af
leiðtogum héraðs síns, og ráðunautur fjölmargra, sem töldu
ráði sínu best komið með hans forsjá.
Gamall sóknarmaður hans hefur sagt mér, að mest ætti
hann séra Eiríki að þakka af öllum mönnum, sem hann hefði
kynst um æfina, skyldum og vandalausum. Og að fleiri hafi
þar þókst sækja ráð að Njáli, sem hann var, má meðal ann-
ars marka af því, að á efri árum bárust honum þakkir ýmsra
landa sinna, beggja megin hafsins, fyrir holl ráð og bending-
ar, sem honum voru sjálfum úr minni liðnar. Og til marks
um innra mann séra Eiríks sál., verð ég að geía þess, að
aldrei held ég að hann hafi verið auðmjúkari maður, en
þegar honum bárust slíkar kveðjur.
Sjálfsagt hafa ýmsir verið glæsilegri prédikarar og kenni-
menn en hann. En ég ætla, að sem ráðhollur skriftafaðir
hafi hann staðið flestum framar.
Það var eigi skoðun séra Eiríks, að fátæktin væri vilji
Guðs. Hann Ieit svo á, að þótt auðurinn gæti einatt orðið
mönnum sannarlegt ólán, þá skapaði fátæktin svo oft marg-
víslega erfiðleika, líkamlega og andlega, að það væri skylda
kristins manns að vinna eftir megni að útrýmingu hennar.
Þessvegna bar hann jafnan mjög fyrir brjósti atvinnuvegi
lands vors. Lagði hann sjálfur grundvöllinn áð eflingu annars
þeirra, með því að kenna fyrstu skipstjóraefnunum fræði sín.
Er það glöggt dæmi þess, hve víða hann vildi vinna þjóð
sinni gagn, að hann tekur sér, sem ungt prestsefni, fyrir
hendur, að nema á eigin hönd þau fræði, sem enginn maður
i landinu hafði áður kunnað, til þess að geta undirbúið unga
menn til að hefja þá atvinnu til sama vegs, sem með öðrum
þjóðum. Má vel minnast þess nú er fiskimannastétt vor er
talin vera orðin meðal fremstu fiskimanna heimsins, að hér
hvílir sá maður á börum, er fyrstur kendi íslenskum mönnum