Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 196
186
Ásmundur Gíslason:
Prestafélagsritiö.
biðja, heldur sem leiði huga minn til hans, sem húsið er
helgað, og hjálpi mér til að lúta honum í elsku og lotningu,
og auki traust mitt til hans. Þær altaristöflur hafa eigi sízt
mikla þýðingu fyrir barnssálirnar. Börn læra svo mikið af
myndum, og það sem þær kenna þeim, loðir oft í huganum
alla æfi. Og þá geri ég einnig ráð fyrir því, að altaristöfl-
urnar hafi ógleymanleg áhrif á oss prestana, sem stöndum
svo oft frammi fyrir þeim og lyftum augunum til þeirra, þegar
tilfinningarnar eru hvað viðkvæmastar. Um það munu vera
fáar sagnir, en sennilegt tel ég, að margir prestar minnist
með þakklæti áhrifanna frá sumum altaristöflunum í kirkjun-
um sínum, þótt þeim sé annars eigi auðvelt að lýsa því, er
þeim fór á milli. Svipaða sögu mun og margur leikmaður
hafa að segja, hvort heldur frá kirkjunni hans heima, eða
þar sem hann var staddur sem gestur. Mér er líka kunnugt
um, að söfnuðunum þykir vænt um, að eiga fagra altaristöflu,
og alltítt er það, að einstakir menn gefa kirkju sinni töflu í
minningu um látna ástvini, eða sem þakkarvott til kirkju sinnar.
Erlendis eru kirkjur víða opnar á virkum dögum sem helg-
um, og er þá daglega margt manna, sem inn í þær gengur,
einkum höfuðkirkjur síórborganna, eigi aðeins til þess að
skoða þær, heldur og til að íbiðjast fyrir. Þá er oft hópur
manna fyrir framan gráturnar, sem horfir upp á altaris-
töfluna.
Ekki ætla ég að rita um altaristöflurnar frá sjónarmiði
listarinnar, til þess brestur mig þekkingu, heldur langar mig
til að nefna örfá dæmi þess, hvaða áhrif þær hafa haft á mig.
I.
Hin fyrsta, sem ég sá, var málverk af því, er Kristur vakti
aftur til þessa lífs son ekkjunnar í Nain. Hún blasti við barns-
augum mínum, þegar ég gekk inn kirkjugólfið, og þar var
ég oftast með augun, meðan á messunni stóð, þótt margt ný-
stárlegt væri þar annað að sjá í hinni fallegu kirkju. Hún
prédikaði líka miklu meir og betur fyrir mér, heldur en prest-