Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 203
Prestafélagsritið. J. S.: Kirkjulegt starf meðal sjómanna. 193
sjómannastarfs norsku kirkjunnar, skýrir svo frá í einni af
bókum sínum:
>Ein af hættunum mörgu, sem sjómenn vorir eru um-
kringdir af, er slæmir fé/agar. Hér á ég ekki við þá, sem
verða á vegi þeirra um borð í skipunum, og þeir eru neyddir
til að vera með um lengri eða skemri tíma, heldur þá menn,
sem verða á vegi þeirra, þegar á land er komið í ókunnum
höfnum, letingja, sem nenna ekki lengur að vinna, samvizku-
lausa menn, sem ginna með ýmsum brögðum unga, óreynda
menn út í margt það, sem getur gerspilt þeim bæði á sál og
líkama. —
Eg man eftir ungum manni, hann hét Theódór. Hann hafði
verið svo lánsamur að fá skiprúm á stóru og góðu skipi, sem
átti að fara frá Osló til vesturstrandar Ameríku. Frá San-
Francisco skrifaði hann heim til foreldra sinna, að þaðan færi
hann til Antverpen, og þau skyldu ekki vonast eftir bréfi frá
sér þaðan, því að þar ætlaði hann að fara af skipinu og
koma með fyrstu ferð heim. Hann hafði unnið sér inn svo
mikið fé, að honum var kleyft að vera heima um sumarið.
Og hann hlakkaði svo mjög til að koma heim aftur. Þegar
skip hans kom til Antverpen, fór hann af því eins og hann
hafði lofað, tók strax poka sinn á bak sér og gekk til skips-
ins, sem átti að fara til Oslóar.
A hafnarbakkanum hitti hann ungan mann, sem tók hann
tali, og spurði, hvaðan hann væri. — Jú, hann var frá Osló,
og var á heimleið, hann nefndi einnig borgarhlutann, sem
hann átti heima í. — O, hve þetta var heppilegt, þar áiti
hinn einnig heima. — Og gatan? — Já einmitt í sömu götu,
og aðeins nokkur hús í milli! Og hann var nýlega kominn
að heiman. En hvað heitir þú? Theodor Johannessen. Og
Theodor talaði um, hve yndislegt það væri að koma aftur
heim til pabba, mömmu og litlu systur.
Nú, hefir þú þá nýlega fer.gið bréf að heiman? — Nei,
og hefi heldur ekki vonast eftir því, ég skrifaði frá San-
Francisco, að ég kæmi heim beina leið héðan.
Nú, svo þú veizt það þá ekki, — ja, ef til vill ætti ég
13