Prestafélagsritið - 01.01.1930, Síða 204
194
Jóhannes Sigurðsson:
PrestafélagsritiÖ ►
ekki að segja þér það, — þú færð sjálfsagt að heyra það
nógu snemma fyrir því.
Hvað áttu við, er nokkuð að? —
Eg kom sem sagt nýlega að heiman, og mér var sagt,
hvernig ástatt var í nr. 67. — — Þú mátt ekki láta það fá
á þig, því að þá mun ég heldur ekki segja þér það. —
Jú, þú verður, fyrst þú hefir sagt svo mikið.
— Ja, ef ég á satt að segja, þá eru báðir foreldrar þínir
dánir, — bæði í sama mánuði. — Það var víst inflúenza.
Hvað segir þú, — bæði dáin! — — Vesalings pilturinn
stóð eins og þrumu lostinn við hliðina á pokanum sínum, sem
geymdi svo marga yndislega muni, sem átti að gleðja foreldr-
ana með, þegar hann kæmi heim. — Og nú voru þau bæði
dáin. Ó, hve hann hafði hlakkað til heimkomunnar. — En
nú. — Augu hans fyltust tárum, sem runnu niður vanga
hans, og með spyrjandi augnaráði, horfði hann ráðþrota á
félaga sinn. —
Kæri vinur! sagði hinn, stattu nú ekki lengur hér grátandi.
Það er ekkert að gera við þessu. Eg kenni í brjóst um þig,
og nú verður þú að vera skynsamur. — Komdu með mér,
svo förum við inn hér á horninu og fáum okkur eitthvað að
drekka.
Taflið var unnið, því að Theodor varð við þessa óvæntu
fregn eins og stýrislaust skip. —
Hugsa sér, bæði dáin! — Og með allan hugann festan við
þetta eina, gekk hann eins og í leiðslu með þessum nýja fé-
laga sínum upp frá höfninni og inn á kaffihús, þar var beðið
um eitt glas, — eitt enn og síðan fleiri og fleiri. — En
Theodor endurtók stöðugt með sjálfum sér: þetta var þó öm-
urlegt, ógurlega ömurlegt, þetta heima. En það færðist meira
og meira í þoku. Hann hafði næga peninga og borgaði með
gleði, hinn átti auðvitað ekki einn eyri.
Á þennan hátt atvikaðist það, að Theodor var ginningarfífl
þessa félaga — úr sömu götu. — Og í tvo daga og tvær
nætur gengu þeir frá einu veitingahúsinu til annars, þangað
til hann datt og fótbrotnaði og var fluttur í spítala. — En