Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 218
208
Ásmundur Guðmundsson:
Prcstafélagsriliö
bagga. Hún ákvað það, að kirkjuna skyldi mega vígja á rétt-
um tíma, og jafnframt yrði alt sem vandaðast og veglegast.
Tíu miljónir króna hafa alls verið lagðar fram, þar af fóru
210 þúsundir t. d. fyrir orgelið og 160 þúsundir fyrir glugga
einn mikinn á vesturgafli. Norðmenn vestanhafs gáfu altari
og róðukross í miðja kirkjuna. Alt átti að vera sem líkast
því, er áður var. Lag hvelfinga, boga og súlna og högg-
mynda mátíi grafa upp úr rúsíunum og halda því um alla
kirkjuna. — Þótt norska þjóðin væri klofin í andvíga flokka,
eins og svo margar aðrar þjóðir, þá var hún samtaka í því
að reisa Niðarósdómkirkjuna sína úr rústum. Sumum virtist,
eins og hún væri fyrst að finna sjálfa sig við það verk, saga
hennar væri lík sögu kirkjunnar. Nú væri hún að rísa upp
aftur til nýrra og bjartari tíða. Og um það léti hún steinana
tala. Kirkjusmíðinni miðaöi enn betur áfram en menn höfðu
þorað að gera sér vonir um. Byggingapallarnir tóku að hverfa.
Ólafshátíðin átti að geta orðið veglegasta kirkjuhátíð Noregs,
og hefjast með vígslu dómkirkjunnar 28. júlí. Jafnframt skyldu
haldnar um sumarið sögulegar sýningar. Norðmenn sigldu
heim vestan um haf hópum saman og gestum var boðið frá
ýmsum þjóðum. Héðan frá Islandi gátu þrír þegið boðið,
biskupinn, dr. Sigurður Nordal og ég.
Aðalhátíðin stóð yfir í þrjá daga, 28.—30. júlí. Dagana
fyrir streymdu gestirnir til Niðaróss. Þeir fóru loft og lög
og láð. Flugvélar sáust frá járnbrautarlestunum fljúga norður
hver af annari líkt og fuglahópar. Og Niðarós með breiðum
götum, fánum skreyttum og fallegum húsum, blikandi í sólskin-
inu milli skógarbrekkna og Þrándheimsfjarðar, hló við komu-
mönnum. Fornar söguminningar gefa einnig öllu enn meiri
svip. Þær taka að líða fram hver af annari hægt og hægt
eins og áin Nið. Hlöð rísa við austur. Glæsileg standmynd
af Ólafi Tryggvasyni á hárri súlu gnæfir á miðju bæjartorginu.
Og litlu sunnar sést dómkirkjuturninn ofar öllum öðrum hús-
nm. Annan minnisvarða en þann hafa borgarbúar ekki viljað
reisa Ólafi helga.