Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 222
212
Ásmundur Guðmundsson:
PrestafélagsritiÖ.
völlunum fyrir neðan. í vestri sér bláa mön af Þrándheims-
firði. Norskir fánar blakta mjög margir, og ber þá einkenni-
lega við hann. Rauði liturinn minnir á blóð, sem litaði áður
þennan græna og gróðursæla reit. Löng fylking kemur að
vestan. Það eru kaþólskir menn. Þeir syngja sálma. Nunnur
eru mjög margar, þá prestar og biskupar. Helgir dómar eru
bornir. Það var raunalegt, að ekki skyldi unt að halda sömu
hátíðina fyrir alla þennan dag á Stiklastöðum. Messur byrja
hjá báðum, kaþólskir menn eru úti, en hinir inni í litlu og
fögru kirkjunni. Hognestad, Björgvinjarbiskup, prédikar út af
orðunum í ]óh. um hveitikornið, sem fellur í jörðina, deyr
og ber mikinn ávöxt. Hann segir, að þar sé í kirkjunni steinn-
inn, sem Ólafur konungur hallaði sér að deyjandi. Texti
sinn eigi við um dauða hans, þótt eigi sé að vísu nema fölt
endurskin af dauða Krists. Dauðinn eigi að vera upphaf en
ekki endir, sigur en ekki ósigur. Ólafur Haraldsson hafi verið
víkingur, en smám saman hafi hann lært það af Kristi, að
andast eins og sá, sem aldrei deyr. Upp af slíkum fræjum
grói kristindómurinn bæði fyr og síðar.
En aðalguðsþjónustan á Stiklastöðum var fyrst haldin um
miðmunda og undir beru lofti. Þá voru allir komnir, sem
þangað sóttu, og urðu alls um 40 þúsundir. Berggrav biskup
stýrði guðsþjónustunni og stóð uppi við Ólafssúluna. Margir
voru í brekkunni umhverfis hann, en þó aðalþorri fólksins
fyrir neðan. »Það er fegursta sjónin, sem ég hefi séð á æfi
minni«, sagði biskup síðar. Veður var bjart og blítt. Mann-
fjöldinn söng allur, og vísast hefir mörgum virzt þessi stund
hátíðlegust allra. Enda var prédikun Berggravs mjög fögur
og hrífandi. Hann las fyrst upp frásögn Lúkasar um innreið
]esú í ]erúsalem og lagði mestan áherzluþunga á niðurlags-
orðin: >Ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa*. Síðan mælti
hann á þessa leið:
»Einmitt þetta er að gerast í dag. Steinar og staðir
leggja til textann. Oss fer eins og Norðmanninum vestan
um haf: Hann gekk fram hjá öllu skrautinu, sem hann
sá, og upp í skóg að gömlum tóttum. Þar höfðu pabbi