Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 225
Prestafélagsritiö.
Ólafshátíðin í Noregi.
215
Noreg. Vér heilsum þér Kristur, höfðingi lífsins, með trausti
og þökk: Blessaður sé konungurinn, er kemur í nafni
Drottins*.
Þúsundirnar hlýddu hljóðar og kyrrar á ræðuna, og var
auðfundið, hversu mikil áhrif hún hafði. Hrifningin óx meir
og meir og varð þá mest, er söngurinn hófst að henni lok-
inni. Það var eins og sálmurinn ómaði frá grundunum og
brekkunum í himininn:
Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll,
er fjölsett gnæfa’ í skrúöi af mjöll,
hið prúða Iið, sem pálmavið
fyr’ hástól heldur á.
Konungur talaði nokkur orð og sagðist vel. Mannfjöldinn
dreifðist, og aftur var haldið til Niðaróss.
Um kvöldið hélt Paasche prófessor þar í dómkirkjunni af-
bragðsgott erindi um Ólaf helga. Söngflokkur söng Draum-
kvæðið norska frá 13. öld um Olav Asteson, »som heve sove
so lenge*. Sá andi og blær var yfir hvorutveggja, að aldrei
mun gleymast þeim, sem heyrðu.
Þriðja hátíðardaginn voru guðsþjónustur fluttar í dómkirkj-
unni hver af annari, og síðast söng úrvalsflokkur norskra söng-
manna vestan um haf mörg fögur lög. Stören biskup hélt
ávarpsræðu og mintist sérstaklega hverrar þjóðar um sig, er
sent hefði fulltrúa til hátíðarinnar. Biskupar þökkuðu, eða um-
boðsmenn þeirra, með stuttum ræðum. Ávörp voru flutt frá
ýmsum háskólum austan hafs og vestan. Ávarp guðfræðideild-
arinnar hér var lesið upp á íslenzku, og þótti Norðmönnum
vænt um að heyra aftur málið sitt forna á hinum helga slað.
Norðmenn vestan um haf fluttu ræður og kveðjur, og gætti
þeirra einkum þennan dag.
Þótt aðaihátíðin væri liðin á enda, hélt fólkið áfram að
safnast til dómkirkjunnar. Hátíðarhugurinn hélst áfram. Það
fylti hana frá morgni til kvelds, guðsþjónustur, kirkjuleg erindi
og hljómleikar skiftust á. Það var sem borgarbúar — og
þjóðin væru að eignast sameiginlegt heimili. Kirkjan var mið-
stöð andlega lífsins. Þrætur voru þagnaðar. Menn mintust