Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 230
218
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
telur sig hafa fært »sterk rök« fyrir því, »að Jesús hafi end-
að æfi sína sem uppreisnarmaður á sviði stjórnmálanna* (bls.
95). — Með öðrum orðum: Það er ekki göfgun hugarfarsins,
hugarsíefnubreyting, sem Jesús lagði áherzluna á, heldur á
breytt ytri kjör; fyrir bættum ytri kjörum manna berst hann
fyrst og fremst og hefir þar sérstaklega í huga ákveðna
stétt manna.
Ég verð að játa það, að ég varð ekki lítið undrandi yfir
þessari niðurstöðu, þegar ég frétíi um hana af fyrirlestrum
þeim, er séra G. B. hélt hér í Reykjavík og liggja til grund-
vallar fyrir þessari bók hans. Og mig tók það sárt, þegar ég
las bók hans, að prestur þjóðkirkju vorrar, lærður guðfræð-
ingur, góður og kær lærisveinn minn, sem ég minnist með
hlýju frá háskólaárum lians, skuli hafa látið ímyndunarafl sitt
teyma sig út á þá afvegu, að neita sögulegum staðreyndum
og fara með hinar ágætu heimildir guðspjallanna af handa-
hófi og að eigin vild, telja það satt og rétt, sem hann vill
vera láta, en neita hinu, sem ekki getur samrýmst tilgátum
hans, þótt beztu heimildum guðspjalla vorra beri saman um,
að þar sé um ótvíræðan sögulegan sannleika að ræða. Slíkt
er vitanlega fjarri allri vísindamensku. Það er aðferð skálds-
ins, sem lætur hugmyndaflug sitt stjórna niðurstöðum sínum,
en lætur sér hitt í léttu rúmi liggja, hvernig þær staðreyndir
eru, sem sögulegar heimildir skýra frá.
Vil ég nú leitast við að rökstyðja þennan dóm minn með
því að setja fram það, sem guðspjallaheimildir vorar hafa
kent mér, að sannast sé og réttast um þetta mikilsverða mál.
En biðja verð ég lesendur mína afsökunar á því, hve fljótt
er yfir sögu farið og aðeins drepið á nokkur aðalatriði, er
varða spurningar þessar. Þykist ég því fremur mega vera fá-
orður, þar sem ég get vísað þeim, sem gera vilja sér nánari
grein fyrir þessu, til bókar minnar: „Trúarsaga npja-testa-
mentisins“, sem kom út árið 1923. Sérstaklega vil ég biðja
menn að lesa það, sem stendur á bls. 125—136, 182—198,
214—218.