Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 236
224 S. P. S.: Að hverju beindist æfistarf ]esú? PrestafélagsritiO.
elska drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu
þinni og af öllum huga þínum .... Þú skalt elska náunga
þinn eins og sjálfan þig«.
Bezta ráðið til þess að göfga hvert þjóðfélag er áreiðan-
lega það, að innræta þegnum þjóðfélagsins fagnaðarerindi
Krists og berjast fyrir félagsbótum í hans anda.
Gægist ekki viðurkenning um þetta fram hjá þeim mönn-
um, sem eru að reyna að móta sögu Krists í anda þeirrar
þjóðfélagsstefnu, sem þeim þykir mest til koma?
EVANGELISK HELGISIÐABÓK.
Árið sem leið lauk útgáfu bókarinnar „Evangeliches Kirchen-
buch“, eftir guðfræðidoktorana Karl Arper og Alfred Zillessen.
Hún er í þrem bindum og gefin út í Göttingen.
Hún er einkum merk og eftiríektarverð fyrir það, hversu
höfundarnir hafa ljósan skilning á orðum Lúthers, að hættu-
legt sje, að menn breyti á móti samvizku sinni, og vilja því
hafa helgisiðaformið sem frjálslegast. Auðsjeð er, hversu djúpa
lotningu höfundarnir bera fyrir Postullegu trúarjátningunni og
vilja, að sje borin fyrir henni. En þeir vilja ekki, að prest-
arnir sjeu bundnir við bókstaf hennar. Það er andi hennar,
sem mestu varðar. Við barnsskírn álíía þeir t. d. rjeft, að
presturinn segi, áður en hann les trúarjátninguna: »Vér játum
kristna trú vora með orðum feðranna*. Eða: »Kristinn söfnuður
hefir frá fornu fari gert þessa játningu við skírn meðlima
sinna*. Eða: »Þannig hefir kristin kirkja frá fornu fari mælt
við skírn meðlima sinna og játað trú sína«.
Einnig eru aðrar játningar taldar í bókinni við hlið Postul-
legu trúarjátningarinnar. Þær eru flestar teknar beint úr ritn-
ingunni. Sjeu þær hafðar yfir, þá er sagt áður: »Vér játum