Prestafélagsritið - 01.01.1930, Qupperneq 251
Prcstaíélagsritið.
Frumvörp kirkjumálanefndar.
239
að vera frygging þess, að söfnuðir legðu meiri alúð við val silt, og
enda réftmætt, að álits þeirra gæti að einhverju, ef sundrung er innan
safnaðanna. Þá virðist það og til bóta, að prestar eða prestsefni hafi
eigi lengur slíka hvöt til að fara í prestaköllin á meðan undirbúningur
kosninga fer fram, eins og núgildandi veitingalög gefa þeim. Það mun
hugur manna innan prestastéttarinnar, að setja það ákvæði í stéttarreglur
sínar (codex ethicus), að prestar megi ekki fara í prestaköll fyr en köll-
unarfrestur er liðinn, nema þá eftir ósk sóknarnefnda.
Frumvarp þetfa æfti einnig að stuðla að því, að vekja almennan áhuga
um val sóknarnefnda, þar sem þær fá meiri áhrif um val prests, og verður
að telja það framför. Að sjálfsögðu verður að kjósa ailar sóknarnefndir
að nýju, um leið og lög þessi koma til framkvæmda. Að öðru leyti skal
vísast til athugasemda við einstakar greinar frumvarpsins".
í frumvarpi þessu er einnig eftirtektarverður kafli um embættaskifti,
og er hann svo:
22. gr. Sóknarprestum þjóðkirkjunnar skal heimilt að hafa skifti á
prestaköllum, um stundarsakir, ef sóknarnefndir samþykkja og kirkjustjórn
leyfir. Fer þá fram úttekt á undan og eftir á öllu því, er fylgir hvoru
prestakallinu fyrir sig, svo sem við venjuleg prestaskifti, og ber þá hver
prestur ábyrgð á prestssetri og öðru því, er prestakalli því fylgir, er hann
þjónar. Þó er prestum heimilt, með leyfi biskups, að skifta um presta-
köll alt að 6 mánuðum, án þess að regluleg úttekt fari fram, ef prófastur
hvors þeirra um sig er því samþykkur og hann afhendir presfakallið.
23. gr. Nú óska prestar að skifta að fullu og öllu um prestaköll.
Skulu þá sóknarnefndir beggja prestakallanna, ef þær eru skiftunum
samþykkar, gera íilraun til köllunar, á sama hátt sem þá, er prestakall
losnar. Takist sú köllun á löglegan hátt, án þess að gildar kærur hafi
fram komið, veitir ráðherra prestaköllin samkvæmt því.
Segir nefndin um þau ákvæði í greinargerð sinni:
„Prestakallaskifti hafa áður verið heimiluð og gáfust oft vel. Oft gæti
það verið bæði presti og söfnuði holt, að skifta um stundarsakir. Það
gæti orðið presti ný hvöt til að leggja sig fram, ef hann kæmi um stund
út úr daglegu umhverfi, þar sem hann starfar ár eftir ár, og enda veitt
honum reynslu, sem honum mætti síðar að gagni verða heima fyrir.
Enginn prestur er svo fullkominn, að hann fái í starfsemi sinni fullnægt
hverju sóknarbarni sínu. Ætti það því að vera ávinningur fyrir söfnuð-
inn, að fá nýjan prest um stundarsakir, jafnvel þótt sóknarpresturinn sé
yfirleitt vel látinn. Eru þessi ákvæði sett samkvæmt ósk nokkurra presta
í kaupstöðum og verzlunarstöðum".
Nýmæli í kirkjulöggjöf vorri eru ákvæði 18.—20. gr. frv. um að 2
prestaköll, meðal hinna hægustu í landinu, skuli undanskilin veitinga-
ákvæðum laga þessara, og njóta launakjara, er að minsfa kosti séu V<
hærri en í öðrum presfaköllum landsins. Skulu presfaköll þessi veitt þeim