Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 260
Prestafélagsritiö.
PRESTAFÉLAGIÐ.
1. Bókaúigáfa.
í samræmi við samþyht aðalfundar 1929 tók séra Ásmundur Quð-
mundsson að sér að rannsaka í Þýzkalandi, hvað „fototypisk" útgáfa
ritsins „Heimilisguðrækni" myndi kosta. Fékk hann tilboð frá bóksala í
Leipzig um að taka útgáfuna að sér, bæði prentun og band á 2 þúsund
eintökum, fyrir 1359 þýzk mörk. Félagsstjórnin vildi þó ekki að svo
komnu ráðast í að gefa bókina út á ný, fyr en fullreynt væri, að eintök
lægju ekki enn hjá einhverjum útsölumanni, og fengist hefði umsögn
deilda félagsins um það, hvort þær telji ráðlegt að gefa bókina út. —
Er því hérmeð skorað á alla þá, er áhuga hafa á því, að bókin sé end-
urprentuð, að skrifa formanni félagsins eða einhverjum úr félagsstjórn-
inni um það.
Þessi tólfti árgangur Prestafélagsritsins er með stærsta móti, og vonar
félagið, að öllum vinum rilsins þyki vænt um það og geti með góðri
samvizku mælt með því og beitt sér fyrir útbreiðslu þess. Því að stefnt
er að því að gjöra ritið svo fjölbreytt og alþýðlegt, að það eigi erindi
til allra þeirra, sem nokkuð hugsa um kristindóms og kirkjumál. Það vill
ekki ganga framhjá vandamálum nútímans, heldur leggja sinn skerf tii
skýringar þeirra og úrlausnar. Þetta hefir mörgum góðum lesenda ritsins
efalaust skilist, eins og þessi kafli úr bréfi merks kennara á Austfjörðum
til vinar síns í Reykjavík ber vott um: „í lífi okkar sem einstaklinga og
þjóða eru svo mörg brennandi vandamál. Reynum að láta krisfindóminn
gefa svar við þeim. Það er að veita krisfindóminum út í lífið. Það er
það, sem Prestafélagsritið hefir verið að gjöra, Eg hefi keypt það frá
byrjun, og með því að renna augunum yfir efni þess nú í heild, sé ég,
að það er einmitt það, sem veitir því mest gildi. Þessvegna ætti það að
komast inn á hvert heimili".
2. Afskifti af frumvörpum kirkjumálanefndar.
Prestafélagið hefir viljað gjöra sitt til þess, að tillögur kirkjumála-
nefndarinnar kæmust í framkvæmd, og aftra því, að stjórnmálaskoðanir
hefðu áhrif á afstöðu manna til þeirra. í þeim tilgangi var grein for-
manns í síðasta Prestafélagsriti um kirkjumálanefndina og tillögur síðustu
prestastefnu rituð. Að hinu sama var stefnt með bréfum þeim, sem fé-
lagsstjórnin síöast í april þ. á. sendi til allra presfa og prófasta Iandsins,
þar sem skorað er á prestastéttina að verða einhuga um að stuðla