Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 266
254
íslenzkar bækur.
PrestafélatjsritiD.
Trú séra Haralds og skáldleg andagift eiga jafnan samleið. Hann er
trúarskáld, þótt hann yrki ekki í bundnu máli.
En séra Haraldi er það ekki nóg út af fyrir sig, að eitthvað friði
menn og styrki. Alt veltur á þessu: Er það satt? Hann hefir sjálfur
leitað og fundið. Hann er gagntekinn af sannfæringunni um það, sem
hann boðar. Því er þrótturinn svo mikill í orðum hans. Hann hefir
reynt sannindi kristindómsins. Mestur hiti og kraftur kemur þar fram í
ræðum hans, er hann talar um það, hversu þekking sú, er af sálar-
rannsóknunum Ieiði, vissan um framhaldslíf, muni láta kristindóminn
endurfæðast í hjörtunum í hreinni og upphaflegri mynd sinni. Og hvernig
sem síðar kann að verða dæmt um afstöðu séra Haralds til spiritismans,
þá mun því aldrei neifað, að páskaljóma leggur á prédikanir hans eins
og vera á um alla sunnudaga. Honum er Kristur og eilífa lífið með
honum sami sannleikurinn og veruleikinn og fyrstu lærisveinunum.
Þaðan stafar hinn mikli eldmóður í prédikunum hans, sem þegar hefir
vakið trú margra og mun enn vekja. Hann vill boða Krist, ekkert annað.
Það er þetta, sem hrífur mest við lesturinn, að finna alstaðar þann áhuga.
Séra Haraldur mintist stundum á það við lærisveina sína, hversu langan
tíma hann þyrfti til þess að semja ræður sínar. Við skiljum það betur
og betur. Þetta ræðusafn er orðið til af starfi og stríði, leit og þrá,
trúaralvöru, sigri og kærleika heillar æfi. Mér virðist sem einkunnarorð
þess mættu vera þessi: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt
reka“ (]óh. 6, 37). Svo vildi séra Haraldur vilna um Krist af allri sinni
reynslu og öllu hjarta. Og áhrifunum af þeim vitnisburði má örugt treysta.
Þau munu verða þjóðinni til þroska og heilla í ríkum mæli.
Kristur og kirkjukenningarnar. Sú bók kom út ári seinna, og
gaf frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, ekkja Haralds prófessors, hana út, eins
og hina fyrri. Er það fallega gert að veita mönnum þannig kost á að
kynnast því, sem séra Haraldur lét eftir sig, en ekki hafði verið prentað áður.
í bókinni eru fyrirlestrar og prédikanir, átta alls. Mætti raunar einnig
nefna þær fyrirlestra, einkum þrjár hinar fyrstu. Þær eru fyrirlestrar, í
3 köflum, um friðþægingarhugmyndina. Hver sem les af athygli fordóma-
Iaust, hlýfur að finna, að þar er verið að byggja upp en ekki að rífa
niður. Séra Haraldi var stundum borið það á brýn, að hann væri niður-
rifsmaður, og sú endileysa hefir verið sögð um hann í lofsskyni, að
hann hafi hoggið í sundur allar þær máttarstoðir, sem trúarbrögð kristin-
dómsins bygðust á. Slíkt er hinn hrapallegasti misskilningur. Starf séra
Haralds fyrir kristindómsmálin var fyrst og fremst jákvætt starf. Svo var
bæði um kenslu hans og prédikanir. Það var kjarni kristindómsins, sem
hann leitaðist jafnan við að finna. Ait það, sem skygði á Krist, áfti að
hverfa. Hann sjálfur, kenning hans, líf og dauði og upprisa leiddi það
jafnan í ljós, hvað kristindómurinn væri í insta eðli sinu. Kirkjukenningar,