Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 269
Prestafélagsritiö.
Islenzkar bækur.
257
6. Syndin. 7. Iðrun og fyrirgefning. 8. Bænin. 9. Faðir vor. 10. Safn-
aðarguðsþjónustan. 11. Kirkjan. 12. Skírnin og fermingin. 13. Kvöld-
máltíðin. 14. Eilíft líf. — Þá er viðbætir: Kirkjuárið. — íslenzka þjóð-
kirkjan. — Biblían. — Sálmabókin.
Ég samgleðst vini mínum með þessari leiðbeiningu hans „fyrir kenn-
ara og nemendur, til að tala saman um sannindi kristinnar trúar“, og tek
undir ósk hans og bæn til Guðs, „að hún megi sfuðla að því, að gera
íslenzkum börnum Ijúfara og hjartfólgnara þýðingarmesta námið, og
glæða hjá þeim einlæga trú og kærleika til föðurins himneska og frels-
arans ]esú Krists". S. P. S.
ERLENDAR BÆKUR
SENDAR TIL UMSAGNAR.
Danskar bækur.
„Hallgrimur Pjeturssons Passionssalmer. Oversættelse og Ind-
ledning ved Thordur Tomasson11. — 0. Lohse. Köbenhavn 1930. — D.
kr. 2,00 ób.
Það vakti mikla athygli, þegar það vitnaðist fyrir 8—9 árum, að
séra Þórður Tómasson væri farinn að vinna að danskri þýðingu á Passíu-
sálmum Hallgríms. Birtist fyrsta sýnishornið af þýðingu hans f „Dansk-
islandsk Kirkesag" 1922, og þótti mönnum það bera þess vott, að þýð-
andanum hefði tekist ágætlega að ná efni og blæ sálmanna og samþýða
þýðingu sína Passíusálmalögum vorum. Síðan hafa birzt eftir séra Þórð
tvær ljóðabækur með trúarljóðum, önnur 1922, en hin 1925. Höfðu þær
báðar það sameiginlega einkenni, að kærasta yrkisefni höfundar var
krossinn Krists og krossferill lærisveina hans. Þótti þetta næsta eftir-
tektarvert, og gaf mönnum beztu vonir um, að þarna væri rétti maðurinn
til þess að þýða sálma Hallgríms svo, að þeir héldu krafti sínum og
innileik, að svo miklu leyti sem unt væri, þegar um þýðingu á ólíkt mál
er að ræða. Þessar vonir hafa ekki brugðist, enda hefir þýðandinn setið
yfir þýðingunni árum saman og lagt sig allan fram til þess að fegra hana
og fága. Meðal annars notar hann nú alsfaðar höfuðstafi og stuðla, sem
ekki var ætlun hans í fyrstu, og fáum erlendum skáldum hefir tekist,
þótt reynt hafi.
Væri bókin ekki eins ódýr og hún er, væri skylt að birla rækileg
17