Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 282
270
Erlendar bækur.
Prestafélagsritiö.
Theologishe Litteraturzeitung. Stofnandi Adolf Harnack; úfg.
próf. Hirsch. — 45,00 m. á ári.
Bæði þessi síðastnefndu tímarit gefa, eins og nöfnin benda til, yfirlit
yfir guðfræðibækur. Lærðir guðfræðingar um alt Þýzkaland og víðar,
rita jafnt í bæði.
ÝMISLEGT
Messur voru fluttar 4424 á síðastliðnu ári. Kernur þá 41 á hvern
þjónandi prest að meðaltali, en 40 var meðaltalið næsta ár á undan.
Árið 1929 fæddust 2558 börn, 1900 ungmenni voru fermd, 749
hjón gefin sarnan, en 1274 menn dóu.
Biskup vor hefir vísiterað 264 kirkjur á næstliðnum 13 sumr-
um, og er það í fyrsta sinni, sem biskupi hefir tekist að vísifera öll pró-
fastsdæmi Iandsins.
Á síðustu fjárlögum voru 2000 kr. veittar til utanfarar presta og
lítilsháttar viðbætur við lögmælt eftirlaun prestsekkna og uppgjafapresta
(á 18. gr.).
Breyting á kirknaskipun hefir sú ein verið gerð á liðnu ári, að
Krísuvíkurkirkja hefir með ráðherra úrskurði verið lögð niður, enda
sóknin nú orðin aðeins eitt heimili, sem við niðurlagning kirkjunnar legst
til Grindavíkursóknar.
Ný kirkja hefir verið reist á Sæbóli á Ingjaldssandi, að mestu fyrir
frjáls samskot og höfðinglegar gjafir einstakra manna (t. d. skipstjóra
eins íslenzks á Englandi, sem gefið hefir til byggingarinnar 100 sterlings-
pund = 2200 kr.) — Á þessu ári stendur til að reistar verði nýjar
kirkjur á Flugumýri, Tjörn á Vatnsnesi og Stórólfshvoli. Bygging nýrra
kirkna á Siglufirði, Akureyri og Reykjavík eru f undirbúningi.
Prestar í embættum hér á iandi eru nú 104 og 1 aðstoðarprestur.
— 8 prestaköll voru óveitt f fardögum.