Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 9
Gunnlaugur A. Jónsson
Inngangsorð
Með afmælisriti þessu viljum við, samkennarar Jóns Sveinbjömssonar, prófess-
ors, vinir hans og nemendur, heiðra hann og tjá honum þakklæti okkar nú þeg-
ar hann er orðinn sjötugur og lætur þess vegna af störfum við guðfræðideild
Háskóla íslands. Öll eigum við honum mikið að þakka.
Heiti ritsins er í senn ætlað að lýsa innihaldi þeirra ólíku greina sem hér
birtast en jafnframt getur það staðið fyrir megináherslurnar í rannsóknum og
kennslu Jóns, þar sem biblíuþýðingar hafa í senn verið drjúgur þáttur í ævi-
starfi hans og auk þess ómissandi undirstaða guðfræðinnar, að áliti hans. Þá
hefur túlkunarfræðin verið sérstakt áhugamál Jóns, það er spurningin um
hvernig boðskap hinna fornu biblíutexta verði best komið til skila við nútíma-
lesendur. Einnig á þessu sviði telur hann biblíuþýðingar vera sérstaklega mikil-
vægt verkefni.
Þessum inngangsorðum er ekki ætlað að vera afmælisgrein um Jón Svein-
björnsson prófessor. Slík grein birtist hér fyrir aftan skrifuð af einum nánasta
vini og samstarfsmanni Jóns, á sviði biblíuþýðinga og nýjatestamentisfræða,
sr. Arna Bergi Sigurbjörnssyni.
Þrátt fyrir hina bráðsnjöllu grein sr. Arna Bergs get ég ekki á mér setið
að fara hér örfáum orðum um Jón, fyrrverandi kennara minn og á síðari árum
samstarfsmann og vin.
Prófessor Jón Sveinbjörnsson, er einstaklega ljúfur, þægilegur og úrræða-
góður samstarfsmaður, tryggur og einlægur vinur vina sinna, sem vill hvers
manns vanda leysa. Það hefur öðru fremur einkennt kennslu hans og rann-
sóknir hversu vel hann fylgist með á hinu víðfeðma fræðasviði sfnu og er iðinn
við að sækja alþjóðlegar ráðstefnur. Þegar hann kemur heim úr slíkum náms-
ferðum miðlar hann nemendum sínum og ekki síður samstarfsfólki af miklu
örlæti. Þá hefur hann verið mjög áhugasamur um að tengja guðfræðina öðr-
um fræðigreinum háskólasamfélagsins. Öll hefur framganga hans í því sem
öðru einkennst af mikilli hógværð þar sem hann hefur aldrei viljað standa í
sviðsljósinu eða eigna sé nokkurn heiður.
Gamla testamentið segir að Móse hafi verið öllum mönnum hógværari.
Fjarri sé það mér að gera lítið úr því sem Gamla testamentið hefur að segja,
7