Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 28
Ástráður Eysteinsson
helst þegar það hugar að „handanmálunum“, þannig hefur á okkar öld myndast
viss „andleg“ ímynd af verkum Kafka. Að vísu gæti svo virst sem hún sé í
algerri andstöðu við Biblíuna, því margir hugsa um Kafka sem höfund
dulúðugra, táknrænna sagna um örlög nútímamannsins í guðlausum heimi, „án
takmarks og tilgangs“, á slóðum fáránleikans. Jafnvel þótt glíma persóna hans
við „báknið“ í ýmsum myndum sé vel þekkt og ýmsir telji sig vita hvað það
sé að vera í „kafkaeskri" stöðu, þá dregur þetta ekki úr hinni loftkenndu mynd
af þessum höfundi hins tilvistarlega tómarúms. Hrifningu sumra lesenda á
Kafka má jafnvel kannski skýra með því að trúin á tómið geti orðið jafn áköf
og nokkur guðstrú.
í raun gildir það um verk Kafka eins og guðspjöllin sem og ýmsa texta
Gamla testamentisins, að þetta er einstaklega „líkamlegt“ lesmál og fjallar um
snertingu við jörðina, um þjáningu líkamans — um óumflýjanleika hans í
hinni jarðnesku tilvist — um þau dags hríðar spor sem tilveran skilur eftir í
holdinu — einnig því holdi sem býr í skynjun okkar og leitar fram í líkam-
legum viðbrögðum, þegar sæla eða vanlíðan, kvíði, gleði, tilhlökkun eða aðrar
tilfinningar láta á sér kræla. Ekki síður og jafnvel enn frekar á þetta við þegar
svo er sem mannveran eigi ekki fyllilega heima í þeim lílcama sem er þó hún.
Þetta virðist oft vera raunin í textum Kafka. Og frásagnir Nýja testamentisins
af Jesúm tjá þetta á annan en stundum hliðstæðan hátt.
III
„Líf mitt er hikið fyrir fæðinguna.“ Svo farast Franz Kafka orð á einum stað
í dagbókum sínum.4 Þessi málsgrein er margræð eins og flestir textar þessa
höfundar, en getum við ef til vill lagt í hana einhvern trúarlegan skilning?
Merkir þetta ef til vill bið gyðinga efir fæðingu þess frelsara sem þeir telja
enn ekki í heiminn borinn?
Þótt nokkuð ljóst sé að gyðingurinn Kafka var ekki mjög „trúaður“ sam-
kvæmt gyðinglegum hefðum og sinnti lítt trúarathöfnum, kemur engum á
óvart að rekja megi tengsl milli Gamla testamentisins og verka hans. Gyð-
ingdómurinn var hluti af arfleifð hans og þegar hann hafði tekið út nokkum
þroska sem höfundur óx áhugi hans á ýmsum þáttum gyðinglegrar menningar-
sögu. Einhverjir kunna hinsvegar að furða sig á því að rekja megi þræði milli
Nýja testamentisins og texta Kafka. En þá er rétt að minna á að Kafka ólst
upp og lifði alla tíð á menningarmörkum. Þessi vel menntaði þýskumælandi
gyðingur í tékkneskri borg, sem heyrði undir austurrísk-ungverska keisara-
4 Franz Kafka: Tagebiicher 1910-1923, Frankfurt am Main: Fischer Taschenbuch Verlag
1980, s. 350.
26