Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 35
Krossfestingar
Krists; hann er „Kristur“ sem ekki skilur, hann veit ekki fyrir hvað hann deyr,
og ekki einu sinni fyrir hvað hann er í raun og veru ákærður. Eftir að honum
hefur verið flutt ákæran hverfa fulltrúar laganna á brott. Þetta er ekki nein
venjuleg handtaka. En Jósef K. verður gagntekinn af réttarhöldunum og knýr
mjög á um framgang máls síns um leið og hann reynir að botna í því og kom-
ast ofar í dómskerfið.
Að þessu leyti líkist Jósef Job þeirn sem Guð reynir svo mjög í þolrifin
og frá segir í Jobsbók Gamla testamentisins. Job eru lögð þessi orð í munn:
Enn sem fyrr munu kveinstafir mínir verða taldir uppreisn, hönd Guðs hvflir þungt
á andvörpum mínum.
Ég vildi að ég vissi, hvernig ég ætti að finna hann, hvernig ég gæti komist fram
fyrir dómsstól hans!
Þá mundi ég útskýra málið fyrir honum og fylla munn minn sönnunum.
(Job 23.2-4)
Jósef K. virðist einnig telja dómstólinn guðlegt vald en hann neitar að vera
því undirseldur í skilningsleysi um breytni sína. Þótt hann sé sviptur morgun-
matnurn í upphafi sögunnar á hann í herbergi sínu fallegt epli sem hann bítur
í. Jósef K. er því frá upphafi fallinn maður og dómsmál hans og meint sök
eru að vissu leyti stef við erfðasyndina.16 Hann þráir að komast fyrir lögmál
lífs síns, lögmál föðurins, og þessvegna leitar hann að uppsprettu og eðli þess
valds sem skyndilega hefur komið úr kafinu. En þótt K. sannfærist smám
saman um að allt heyri dómsstólnum til, eins og segir á einum stað í sögunni,
þá virðast hin æðstu dómstig vera í órafjarska og þau lög sem um er að ræða
eru sprottin af guðlegu máttarvaldi sem ætla má að sé yfirskilvitlegt. Hér sem
víðar í verkum Kafka má sjá merki ígrundunar um það hvernig lög jafnt sem
list eiga sögulegar rætur sem tengjast helgisiðum og hugmyndum um guðdóm.
I merkingarleit Jósefs K. felst hin brennandi þrá til að ná sáttum við hið æðra,
við föðurinn, og þá kannski þrá til að verða einskonar Kristur, holdi klæddur
sáttmáli guðs og manna sem brúar bilið milli tveggja tilverusviða. Hin trúar-
lega hlið réttarhaldanna kemur berlegast í ljós þegar Jósef K. er staddur í
kirkju seint í sögunni. Hann ræðir þar við prest sem til skýringar segir honum
einskonar dæmisögu úr „inngangsritum laganna“, sögu sem Kafka birti raunar
sem smásögu. Þar segir frá því að fyrir dyrum laganna standi vörður og til
hans komi maður ofan úr sveit og beiðist inngöngu í lögin. Dyravörðurinn
16 Eplið sést víðar í sögum Kafka. Nefna má eplið sem rotnar í holdi Gregors Samsa í sögunni
„Hamskiptin" og eplið sem stúlkan Theresa gefur Karli Rossmann, söguhetju skáldsög-
unnar Ameríku.
33