Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 40
Astráður Eysteinsson
foringinn bætir við: „Þér hafið séð að það er ekki auðvelt að ráða í skriftina
með augunum; en okkar maður ræður hana með sárum sínum“ (76). Hlið-
stæðan við guðspjöllin er hér jafnframt mögnuð andstæða, því á sjöttu stund
Krists á krossinum kom myrkur yfir landið og lesbirta þess sem þjáist er ann-
ars eðlis.
Eftir að tækið hefur verið skoðað og búið er að lýsa virkni þess fyrir gest-
inum, er refsifanginn lagður á hvíluna. Þetta er horaður maður, eins og fleiri
persónur Kafka (þar með talinn hann sjálfur eins og hann lýsir sér) og í sam-
ræmi við þann horaða eða holdskarpa krosshanga sem svo oft hefur verið
látinn tákna Krist í myndlist aldanna. Sú rnynd ítrekar sjálfa þá mannsmynd
sem lesa má í krossinum og gjaman er talin frumlæg. Maðurinn stendur upp-
réttur á jörðu; líkami hans rís mót himni og hann teygir út arma til beggja
hliða. Ef til vill sá Kafka einnig holdskarpa mannsmynd í upphafsbókstaf
sínum; sá maður horfir þá til hliðar frá okkur séð, handleggur hans hefst upp
(til bendingar eða varnar) og fæti er stigið fram (þótt fyrirstöðu megi sjá í
punktinum sem settur er með stafnum í nafni persónanna sem heita ,,K.“).
Nema þetta séu tvær mannverur sem snertast á einum stað? Eða brotinn kross?
Ekki skal fjölyrt hér um hugsanlega merkingu þessara forma, bendinga og
hreyfinga en benda má á að myndhöggvarinn Giacometti hefur tjáð margræðni
slíkra líkamlegra augnablika af miklu innsæi í hinum horuðu mannsmyndum
sínum.
Hér gefst ekki heldur rými til að túlka söguna um refsinýlenduna og af-
tökutækið sem vert væri. Athöfnin tekur nýja stefnu þegar liðsforinginn gerir
sér ljóst að stuðnings er ekki að vænta frá gestinum og hann ákveður að
leggjast sjálfur til hvílu í þessari vél sem er að mestu sjálfvirk og verður það
enn frekar þegar dýrkandi hennar er lagstur fyrir í henni; hún leggur sjálfa
sig í rúst með honum. Hún er listaverk sem eyðir sjálfu sér og kann að því
leyti að minna á tilraunaskúlptúra sumra framúrstefnulistamanna á öldinni sem
er að líða. En hún er einnig táknmynd refsingarinnar; mynd sem rís úr hugsun-
um um kvöl og pínu. Kafka hugsaði mikið um refsingar; bæði sem samfélags-
aðgerð, sem form einstaklingsbundinna viðbragða og „tjáningar“, og sem átök
sem verða hið innra, oft í formi sjálfsrefsingar — og í sumum tilvikum er
maðurinn þá eins og sjálfvirk aftökuvél sem stýrist af einhverju lögmáli eða
„boðorði“.
í sögunni „í refsinýlendunni" fjallar Kafka meðal annars um tungumálið
sem miðil sem setur líkamlega veru okkar í samband við lögmál og skipulag
veruleikans umhverfis okkur. Að því leyti er þetta líka saga um bókmenntir,
þótt ég láti nægja að benda hér á að tungumálið er ekki bara miðill sem birtist
í efnislegum eða hljóðrænum myndum, heldur miðill sem tengist allri líkam-
38