Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 57
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
legrar túlkunar Nýja testamentisins. Sögurýni 19. aldar dró í efa sögugildi
grundvallaratburða kristins átrúnaðar, eins og t.a.m. frásagnir um kraftaverk
Jesú og upprisu hans. Hún leiddi jafnframt til vandkvæða í guðfræðilegri til-
einkun textanna með því að sýna fram á fjölbreytnina sem ríkjandi var á
mótunarárum kristinnar trúar. Rit Nýja testamentisins virtust ekki hafa ein-
hvern sameiginlegan kjarna kristinnar trúarsannfæringar eins og talið hafði
verið. Síðan þá hefur leitin staðið yfir að megininntaki Nýja testamentisins.
Sögurýni 20. aldar hefur m.a. í rannsóknum ólíkra guðspjallahefða dregið
fram mismunandi áherslur í túlkun manna á mikilvægi orða og gerða hins
sögulega Jesú þar sem sumum var hugsanlega minna umhugað um dauða hans
og upprisu en um orð hans.
Aðalátakasvæðin innan fræðigreinarinnar höfðu að mestu verið kortlögð
um aldamótin síðustu. Fyrsta nútímalega áherslan innan greinarinnar er
áherslan á það sem er nýtt í andstöðu við fornar hefðir. Þessi áhersla á nýjung
hefur verið samstíga goðsögunni um hugmyndaþróun og framfarir mannkyns-
ins. Annað nútímalegt viðhorf er áherslan á tímann og söguna en aukin sögu-
vitund skerpir muninn milli þess sem var og er. Þriðja nútímalega áherslan
er aukið vægi sérfræðinga, þar með talið í túlkun sögulegra texta. Hér hefur
áherslan til skamms tíma verið á notkun réttra aðferða sem tryggja áreiðan-
lega túlkun þar sem persónuleg og akademísk viðhorf fræðimannsins eru að
fullu aðskilin. Fræðimaðurinn hefur sérstöðu þegar kemur að túlkun á niður-
stöðum rannsókna hans og hvað sé sögulega rétt eða rangt.5 Hér hefur um-
ræðan um hlutlægni og huglœgni verið áberandi eða hvort vísindaleg ritskýr-
ing sé gerleg, þ.e. hvort ritskýrandinn geti haldið skoðunum sínum fyrir utan
rannsóknarferlið. Hér hefur einnig verið spurt um tengslin milli hlutlægrar
lýsingar á innihaldi textanna og leiðbeinandi notkunar þeirra.
Megin áherslusvið greinarinnar hafa annars verið spurningin um hinn
sögulega Jesú, persónu hans og boðskap, um frumkristna guðsmynd, um vægi
ólíkra rita og höfunda, bæði innan og utan Biblíunnar. Einnig hefur verið deilt
um eind og margbreytileika guðfræðiskoðana, og um sannleiksgildi og kenni-
vald regluritasafnsins. Önnur álitamál eru tengslin milli hins almenna og ein-
staka, hins sístæða og tilfallandi, og milli sögulegrar og samtímalegrar merk-
ingar textanna. Spumingin um nútímamerkingu tengist jafnframt því álitamáli
hvort hægt sé að þýða forna texta þannig að þeir hafi sömu áhrif á okkur eins
og á upphaflega lesendur. í umræðunni um varanleg og tímabundin sannindi
5 A. K. Adam fjallar um þessi nútímalegu atriði í Making Sense ofNew Testament Theology.
„Modern" Problems and Prospects. Studies in American Biblical Hermeneutics 11;
Macon, GA: Mercer University Press, 1995.
55