Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 65
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
til skila með því að búa til nýjan texta sem nútímalesandi kann að vinna með
og heimfæra á eigin aðstæður."25
Námskeiðið Guðfrœði Nýja testamentisins er „hugsað sem inngangur að
lestri Nýja testamentisins. Markmiðið er að stúdentar fái innsýn í rit Nýja
testamentisins, kynnist aðferðum við að lesa þau og öðlist vissa leikni í að
túlka þau og heimfæra á daglegt líf.“26 Fyrst er fjallað um heimildarit er
tengjast frumkristnu samfélagi, en ætlast er til að nemendur kannist við helstu
rit frá tímum Nýja testamentisins, bæði kanónísk og önnur. Þá er í námskeið-
inu fjallað um hlutverk fræðigreinarinnar í ljósi rannsóknarsögunnar og spurt
um samband hennar við aðrar greinar nýjatestamentisfræða. Einnig hafa
verið kynntar til sögunnar ólíkar aðferðir við textalestur, ritskýringu og túlk-
un Nýja testamentisins, svo sem sögurýni, bókmennta- og frásagnarýni, að-
ferðir félagsmannfræða og félagsmálvísinda, ásamt þýðingaraðferðum. Mark-
miðið er að nemendur átti sig á hvemig megi nota þessar aðferðir við lestur
fornra texta. Að lokum er fjallað um nokkur grundvallarhugtök í Nýja testa-
mentinu áður en Markúsarguðspjall er lesið á íslensku og nemendur hvattir
til að takast á við túlkun þess í ljósi umfjöllunarinnar.
Einnig er að finna áhersluna á „að búa til nýjan texta“ í þeim áföngum
sem bera heitið Stefí guðfrœði Nýja testamentisins. Þessi námskeið eru loka-
þáttur nýjatestamentisfræða í námi íslenskra guðfræðinema. Markmið þeirra
er að nemendur fái heildarsýn yfir fyrri námskeið sem þeir hafa tekið í nýja-
testamentisfræðum. I þessum áföngum hefur verið fjallað um „miðlæg stef í
Nýja testamentinu bæði eins og þau koma fyrir í ákveðnum ritum Nýja testa-
mentisins (samhengismiðuð umfjöllun) og einnig í samanburði við hliðstæð
stef í sögu og samtíð (kerfismiðuð umfjöllun).“27 Dæmi um stef eða „hugtök“
eru líkami Krists, heilagur andi, upprisan og friðþægingin.
Leitast er við að finna hvernig höfundar Nýja testamentisins, hver á sinn
hátt, tjá hugsanir sínar og nota hin ólíku hugtök til að koma boðskap sínum
og túlkun til skila. Síðan er spurt hvemig og hvort hægt sé að tjá sömu hugsun
með málfari nútímamanna. Litið er á hin ólíku stef sem dæmi um merkingar-
svið sem nýta má sem tengilið milli fortíðar og nútíðar. Svo dæmi sé tekið er
upprisan séð sem ákveðið merkingarsvið. Til þess að kanna merkingarþætti
þess merkingarsviðs er grískur orðaforði sem tengist upprisunni fyrst kannað-
ur. Textarnir eru síðan njörvaðir niður í menningarlegt samhengi sitt og rætt
25 Sjá Kverið. Námsvísir guðfrœðideildar 1997-1998 (Guðfræðideild Háskóla íslands 1997),
bls. 29. Mín áhersla.
26 Námskeiðslýsing að guðfræði Nýja testamentisins, Vormisserið 1997. Mín áhersla.
27 Kverið. Námsvísir guðfrœðideildar 1997-1998 (Guðfræðideild Háskóla íslands 1997), bls.
29.
63