Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 68
Clarence E. Glad
4. Heimspekilegar forsendur húmanískrar túlkunar Nýja testamentisins
Áherslur Jóns Sveinbjörnssonar minna um margt á nálgun Hendrikus W.
Boers.31 I doktorsritgerð sinni sýndi Boers með hefðbundinni sögurýni fram
á breytilegar kristfræðihugmyndir innan Nýja testamentisins sem höfðu verið
lagaðar að kröfum ólíkra aðstæðna. Slíkur margbreytileiki sýndi vandkvæðin
við að tengja síðari tíma kristfræðijátningar við líf Jesú sjálfs. Þetta leiddi til
rannsókna á textum sem gera ekki ráð fyrir slíkum játningabundnum tak-
mörkunum heldur fremur merkingu mannlegrar tilvistar innan goðsögulegs
samhengis textanna. Boers hefur reynt að kjölfesta slíkan húmanisma í lífi og
starfi Jesú og sýnt fram á einkenni hans í ólíkum Jesúhefðum, í textum Páls
og Jóhannesar. Boers hefur einnig reynt að finna aðferð sem gerir hina húman-
ísku túlkun á málfari og hugtökum goðsagna mögulega. Þetta leiddi til áhuga
hans á málvísindum, form- og innviðagreiningu goðsagna og málmyndunar-
fræðum. Bæði Jón og Boers hafa því tileinkað sér vísindalegar aðferðir í
tilraun sinni til að koma boðskap fornra texta til nútímalesenda. Formlegar
og efnislegar forsendur húmanískrar túlkunar beggja eru hinar sömu.32
Rit Nýja testamentisins voru varðveitt af ólíkum trúarsamfélögum sem
héldu til haga minningunni um ævi Jesú innan tiltekinnar trúarsannfæringar.33
Því mætti ætla að hin trúarlega túlkun sé nær upphaflegu hlutverki ritanna. í
þessu sambandi ber þó að benda á að upphaflega höfðu textarnir ekki þá
þröngu trúarlegu skírskotun sem þeir síðar fengu. Textamir sem slíkir eru ekki
heimildir um afmarkaða trúarskoðun tiltekins regluritasafns. Þeir eru fremur
dæmi um ákveðið túlkunarferli. Þeir birta tilraunir manna til að tjá trúarsann-
færingu sína innan félagssögulegs samhengis grísk-rómverskrar menningar.
Textarnir voru frá upphafi einnig gæddir eigin lífi og höfðu því mismunandi
nota oft önnur hugtök og myndir.“ Bls. 157, „Við hljótum að spyrja hvort til séu einhverjar
sammannlegar merkingareindir sem breytast ekki í tíma og rúmi og sem gera mönnum
kleift að lesa tvöþúsund ára texta? Getum við náð til þessara sammannlegu merkingarþátta
og fjallað um þá í samhengi? Hvemig tölum við um þau stef sem við finnum í textunum?
Búa þær myndir sem við finnum í Nýja testamentinu yfir sömu merkingu og við leggjum
í þær í dag eða þurfum við að yfirfæra innihaldið og nota annað myndmál?" Bls. 158,
„...guðfræði uppbyggingar ... (klæðir) merkingarstefin í nýjan/breytilegan búning án þess
að innihaldið, kjarninn, glatist."
31 Boers var nemandi Herbert Braun, en hann hélt á lofti áherslum Bultmanns á efnisrýni í
húmanískri túlkun N.t. Sjá Gesammelte Studien zum Neuen Testament und zu seiner
Umwelt. Tiibingen: J.C.B. Mohr (Paul Siebeck), 1962; og Heikki Ráisanen, Beyond New
Testament Theology. A story and a programme (London: SCM Press, 1990), bls. 62-64.
32 Sjá Theodore W. Jennings, Jr., ed., Text and Logos. The Humanistic Interpretation of the
New Testament (Atlanta, Georgia: Scholars Press, 1990), bls. x-xii. Þegar Jón hefur fjallað
um aðferðir við textalestur og ritskýringu í Guðfræði N.t. hefur hann látið nemendur lesa
formála Jennings sem ég styðst við hér.
66