Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 69
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
áhrif á ólíkum stöðum. Þetta gefur hina formlegu réttlætingu á húmanískri
túlkun. Eftir sem áður þarf að sýna fram á að textarnir séu í reynd opnir fyrir
húmanískri túlkun þannig að slíkum túlkunarmöguleika sé ekki þrengt inn á
textana á skjön við boðskap þeirra.
Sem fyrr segir dró sögurýnin fram vandkvæði játningabundinnar túlkunar
með því að draga í efa að Nýja testamentið hefði einhvern einn kjarna eins
og t.a.m. einstaka kristfræðijátningu. Venjan hefur verið sú að líta á staðhæf-
ingar um Jesú Krist sem fullyrðingar er tengjast játningum, þröngt takmark-
aðri trúartúlkun. Slík túlkun virðist ganga út frá því sem vísu að það sem
sameinar rit og höfunda Nýja testamentisins sé einmitt slíkur kristfræðilegur
vitnisburður. En ef þungamiðja Nýja testamentisins er ekki einhver kristfræði-
játning veita textarnir möguleika á merkingu sem er ekki bundin síðari játn-
ingarhefðum. Hér mætti benda á það sem textarnir segja um mannlega tilvist
einstaklinga, hluta af stærri heild sem tekur mið af tilvistarkreppu mannsins
innan tiltekinnar heimsmyndar. Hér eru goðsögur mikilvægar en þær skírskota
til handanveruleika til að gera grein fyrir tilvistarspurningum manna sem eru
hluti af þessum og öðrum heimi.
Efnisleg réttlæting húmanískrar túlkunar felst í þessu viðfangsefni text-
anna. Hér birtist trúarsannfæring sem tiltekið tilvistarform óháð skoðunum
manna um hver Jesús er eða var.34 Textamir eru þannig opnir fyrir annarri
túlkun trúar en hinnar játningarbundnu sem tengir trú hins kristna við skoðun
viðkomandi á Jesú. Sem slíkir eru textarnir ekki fullyrðingar um handanveru
og goðsögulega stöðu Jesú (= kristfræði) sem opna aðgang að tilteknum raun-
veruleika eingöngu fyrir þá sem nýta sér orð og hugtök textanna, heldur er
hlutverk textanna, sérstaks málfars þeirra og hugmyndaramma ekki síður að
draga fram algild sannindi varðandi mannlega tilveru og möguleika slíkrar
tilveru í ljósi skírskotunar til einhvers handanveruleika.
Húmaníska túlkun má staðsetja milli biblíulegrar sögurýni og guðfræði-
legrar túlkunar textanna innan játningarkirkna og trúarhefða í fræðslu og
helgihaldi. Þegar spurt er um nútíma merkingu biblíurita er oftast spurt um
mikilvægi þeirra fyrir þá sem viðurkenna yfirvald ritanna a priori. í slíku
trúarlegu samhengi er jafnvel hægt að tala um kennivald Biblíunnar.35 Þótt
húmanísk túlkun útiloki ekki játningarbundna túlkun getur slík túlkun hugsan-
33 Sbr. Clarence E. Glad, „Kennivald Biblíunnar í ljósi sögulegs biblíuskilnings," Kirkjuritið
63. árg. (1997), bls. 20-22.
34 Sjá umræðu Páls í Rm 4 um Abraham og trú hans. Sbr. Theodore W. Jennings, Jr., ed.,
Text and Logos, bls. xi-xiii.
35 Sjá greinar um Kennivald Biblíunnar í Kirkjuritið 63. árg. 2. sérrit (Júní, 1997), bls. 7-
49.
67