Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 75
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
aldamótin síðustu leiddu m.a. til hinnar dialektísku guðfræði sem reyndi að
endurvekja kristna sérstöðu með áherslu sinni á hið opinberaða orð Guðs.48
Við höfum séð hvernig Bultmann tengir saman sagnfræðilega og guð-
fræðilega ritskýringu. Eins og Ritschl lagði Bultmann áherslu á að hið mið-
læga viðfangsefni Nýja testamentisins væri réttlæting fyrir trú; þó ekki sem
siðferðilegt hugtak heldur sem mannfræðilegt hugtak tengt sjálfskilningi
manna.49 Hins vegar var slíkur tilvistarmöguleiki algildur eins og siðalögmál
guðsríkisins í hugsun Ritschl. Báðir hafa að forsendu sinni viðhorf skynsemis-
stefnu 18. aldar: Manneðlið er í grundvallaratriðum það sama á öllum tímum
og alls staðar. Meginefni Nýja testamentisins getur höfðað til allra bæði vegna
þess að boðskapurinn er algildur og vegna þess að allir menn eiga hlut í þeirri
tilvistarkreppu sem boðskapurinn gefur svar við. Þannig er hin húmaníska
túlkun einn afraksturinn af leitinni að kjarna Nýja testamentisins og algildum
sannindum þess sem undirstrika bæði kristna einingu og sérstöðu og yfirburði
kristinna trúarhugmynda.50
Húmanískri túlkun er ætlað að vera jákvætt framlag til þeirrar viðleitni
að opna kristna helgitexta fyrir víðari lesendahópi. Ákveðin mótsögn er þó
fólgin í slíkri túlkun. Jafnframt vekur hún upp áhugaverðar spurningar:
Hvernig getur Búddisti eða Múhameðstrúarmaður fundið algild og sammann-
leg sannindi í textum sem eru hluti af regluritasafni kristinna manna?51 Er
48 Bultmann, „Neues Testament und Mythologie," Kerygma und Mythos I (1948), bls. 25-
29. Sjá bls. 56-57, hér að framan.
49 Bultmanns tekur yfir aðalhugmynd Ritschl sem trúarbragðasöguskólinn hafði gagnrýnt (sjá
nmgr. 46). Hér höfum við enn eitt dæmið um togstreituna í ritum Bultmanns. Bultmann
nefnir eftirfarandi kennara sem höfðu hvað mest áhrif á sig: Karl Múller í Túbingen,
Hermann Gunkel og Adolf von Harnack í Berlín, ásamt Adolf Júlicher, Johannes Weiss
og Wilhelm Hermann í Marburg. Weiss og Gunkel tilheyrðu trúarbragðasöguskólanum en
von Hamack, Júlicher og Hermann höfðu orðið fyrir áhrifum frá Ritschl. Sjá Helmut
Koester, „Early Christianity from the Perspective of the History of Religions: Rudolf
Bultmann’s Contribution" (Hobbs, ritstj., Bultmann, Retrospect and Prospect, bls. 63-66).
50 Þótt Bultmann segist hafa gert sér far um að draga fram guðfræðiskoðanir ólíkra rita og
höfunda en ekki kerfisbundna einingu þeirra í bók sinni um Theologie des Neuen
Testaments (sjá bls. 585), er þó boðskapurinn um réttlætingu fyrir trú og sameiginlegur
mannskilningur sameiningarafl allra höfunda Nýja testamentisins. Ég hef hér farið hratt
yfir 150 ára þróunarsögu. Yfiriitið er að mestu byggt á frumheimildum. Fyrir utan þau rit
sem nú þegar hafa verið nefnd má benda á ritgerðir W. Wrede, A. Schlatter, A. Schweitzer,
W. Heitmúller, K. L. Schmidt og R. Reitzenstein í Rengstorf, ritstj., Das Paidusbild in
der neueren deutschen Forschung (1982). Þær sýna ólíka fleti á hinu ríkjandi stefi um
samband hins einstaklingsbundna og almenna og hins varanlega og tímabundna. Sjá
jafnframt lista.yfir rit um biblíuguðfræði á 17.-19. öld í H. J. Holtzmann, Lehrbuch der
neutestamentlichen Theologie. Erster Band (Túbingen, 1911), bls. 1-5.
51 Adolf von Hamack hafnaði því að Búddismi eða Múhameðstrú geti verið sambærileg dæmi
um alheimsátrúnað og Kristindómur. SjáZJns Wesen des Christentums, bls. 111.
73