Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 85
Þýðingaraðferðir Lúthers
alþýðu manna vera þá sem þekkja tungumálið og eðli þess og því verði maður
að hlusta eftir því sem hún segir og talar:
Þannig á maður ekki að spyrja eftir merkingu bókstafanna á latínu ef maður vill
tala þýsku eins og þessir asnar gera, heldur verður maður að spyrja móðurina í
húsinu, börnin á götunni og almenning á torginu út í merkinguna. Vér verðum
að láta stjórnast af máli þeirra og þýða síðan eftir því, til þess að venjulegt fólk
skilji og sjái að vér erum að tala við það þýsku.
Og Lúther kemur með fleiri dæmi til þess að sanna mál sitt.
Kristur segir t.d.: „Ex abundantia cordis os loquitur." [Mt 12.34] Ef ég ætti að
fylgja ösnunum sem skipa mér að fylgja bókstöfunum yrði ég að þýða þannig:
„Af ofgnótt hjartans mælir munnurinn." Er þetta þýska, góðir hálsar? Hvaða
Þjóðverji skilur svona talsmáta? Hvað er ofgnótt hjartans? Þannig getur enginn
Þjóðverji talað. Hann mundi skilja þetta svo að einhver hefði of stórt hjarta eða
væri of mildur. En það er rangt enda er þetta engu meiri þýska en að tala um
ofgnótt hússins, ofgnótt ofnsins, ofgnótt bekkjarins. Móðirin í húsinu eða almenn-
ingur segir á hinn bóginn: „Það flæðir út úr munninum sem fyllir hjartað.“ Þetta
er góð þýska og hana hef ég leitast við að tala þótt mér hafi ekki alltaf tekist það.
Að fylgja latínunni bókstaflega kemur í veg fyrir að maður tali góða þýsku.
Annað dæmi er af svikaranum Júdasi þegar hann segir í Matteusi 26 [26.8]:
„Ut quid perditio hec?“ og í Markúsi 14 [14.4]: „Ut quid perditio ungenti facta
est?“ Ef ég ætti að fylgja ösnunum og bókstafsþrælunum yrði ég að segja: „Af
hverju varð svona mikið tjón á smyrslum?“ En hvers konar þýska væri það?
Hvaða Þjóðverji talar um að tjón hafi orðið á smyrslum? Ef nokkur segði slíkt,
mundu menn halda að smyrslin væru týnd og það yrði að leita að þeim. Svona
þýðing mundi gera textann óljósan og óskýran. En ef það væri góð þýska, af
hverju taka þeir hana þá ekki og gefa oss nýtt þýskt testamenti og láta testamenti
Lúthers eiga sig? Þá held ég hæfileikar þeirra kæmu í ljós! Nei, Þjóðverji hlýtur
að þýða orðin Ut quid o.s.frv. þannig: „Til hvers þessi eyðsla?“ eða: „Til hvers
þessi sóun?“ „Nei! Það er illa farið með góð smyrsl!“ Það er góð þýska. Af því
á maður að skilja að Magdalena hafi farið illa með smyrslin sem hún hellti og
sóað þeim. Það var skoðun Júdasar sem hélt hann gæti notað þau í betri tilgangi.
Eins er það með engilinn þegar hann heilsaði Maríu og sagði: „Heil sért þú,
María, full náðar, Drottinn er með þér!“ [Lk 1.28] Hingað til hefur þetta einfald-
lega verið þýtt bókstaflega úr latínu. En segið mér hvort þetta sé góð þýska. Hve-
nær segir Þjóðverji annað eins og þetta: „Þú ert full náðar!“ Hann færi að hugsa
um krús fulla af bjór eða buddu fulla af peningum. Þess vegna hef ég þýtt þetta:
„Heill þér, yndislega!11'2 til þess að Þjóðverji geti a.m.k. hugsað hvað engillinn
hafi sagt við Maríu. En hérna verða pápistar óðir út í mig fyrir að hafa spillt
kveðju engilsins jafnvel þótt ég hafi ekki fundið bestu þýskuna. Hvað ef ég hefði
nú þýtt þetta á enn betri þýsku og sagt: „Guð blessi þig, elskulega María!“ Þá er
12 „Gegrusset seystu holdselige." (WA D.Martin Luthers Deutsche Bibel Bd. 6 s. 210).
83