Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 95
Tveir sálmar Davíðs
Lúther: Die Heiden muessen verzagen
Vulgata: conturbatae sunt gentes
Oddur: Hiner heidnu munu skielfast
Lúther: Der den Kriegen steuret in aller Welt
Vulgata: auferens bella
Oddur: Hann ed Bardbgum aptrar
Aftur á móti fylgir Oddur hvorugri fyrirmyndinni þar sem hann talar um
að Sólen brenne ecke í 121. sálmi, þar sem Lúther hefur die Sonne nicht steche
en í Vulgötu er notuð sögnin percutio, sol non percutiet.
Um orðfæri íslensku þýðingarinnar er það helst að segja að flest öll orðin
eru gömul í málinu. Um sagnimar forganga, niðurhrynja og uppbyrja á Orða-
bók Háskólans (OH) elst dæmi úr Nýja testamentisþýðingu Odds. Orðið vatns-
rás kemur fyrst fyrir í Guðbrandsbiblíu og foreyðing í Historíu pínunnar
(1558) eftir Bugenhagen sem einnig er talin þýdd af Oddi.
Þorláksbiblía, Vajsenhúsbiblía, Hendersonbiblía3
Ef litið er á breytingar, sem gerðar voru á sálmunum í útgáfu Þorláks biskups
Skúlasonar 1637-1644 og endurprentaðir voru í Vajsenhúsbiblíu 1747, má sjá
að þær voru óverulegar. Þorlákur breytir yfer oss hafa komed í á oss hafa hitt,
sbr. Lúther: die vns troffen haben. Þo mun Borgen Gudz blijfa Lystelig verður
hjá Þorláki: Samt mun Guds Stadr vera kostulegr og lystiligr. Þar er hann
sennilega aftur að reyna að nálgast Lúther: Dennoch sol die stad Gottes fein
luestig bleiben. Vatnsrásum breytir Þorlákur í vatnsbrunnum sem OH á elst
dæmi um úr Nýja testamenti Odds. Skielfast er breytt í örvænta og niðurhrynja
í falla, sbr. Lúther fallen. Þorlákur breytir hristast í forganga, sbr. Lúther
vergehen, og hann lætur heyra sinn Radda þyt í hann lœtur sig heyra, sbr.
Lúther: wenn er sich hoeren lesst.
í 121. sálmi breytir Þorlákur Huadan þad í af huprium eftir Lúther Von
welchen. Fulltijng er breytt í Hialp, sbr. Lúther Hueljfe og i fra í fyrir, sbr.
Lúther fur. Svo er því að sjá að Þorlákur hafi einnig haft Lúther sér við hönd,
þegar hann endurskoðaði Guðbrandsbiblíu, og leiðrétt eftir honum.
Biblía sú sem Ebeneser Henderson átti þátt í að gefin var út 1813 er sam-
3 Til að spara rúm eru lesbrigði Þorláksbiblíu (Þ), Vejsenhúsbiblíu (V) og Hendersonbiblíu
(H) færð í svigum inn í texta Guðbrandsbiblíu. Ekki er tekið tillit til breytinga á stafsetn-
ingu.
93