Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 99
Tveir sálmar Davíðs
5. áin mun samt og hennar rennur gledja Guds stad, heilagann bústad ens
hædsta.
6. Gud er midt í honum, hann skal ekki bifast. Gud verndar hann (þegar
morguninn frambrýst) í tíma.
7. Þjódirnar geisa, ríkin bifast, hann útsendir sína raust, jdrdin brádnar.
8. Drottinn herskaranna (alsherjar 1866) er med oss. Jakobs Gud er vort
vígi (málhvíld).
9. Komid og sjáid Drottins verk, hv0rsu hann gjdrir eydileggíngu á
jdrdunni.
10. Hann lætur strídum linna til jardarinnar enda, sundurbrýtur bogann,
og hdggur sundur spjótin, uppbrennir vagnana med eldi.
11. Hættid og vidurkénnid: ad eg er Gud upphafinn medal þjódanna,
upphafinn á jprdinni.
12. Drottinn herskaranna (alsherjar 1866) er med oss, Jakobs Gud er vort
vígi, (málhvíld).
121. sálmur
Eg lypti mínum augum til fjallanna, hvadan mín hjálp mun koma.
2. Mín hjálp kémur frá Drottni, sem gjprdi himin og j0rd.
3. Hann mun ekki láta þinn fót rasa, hann þinn vaktara (verndara 1866)
sifjar ekki,
4. sjá! hann sofnar ekki, Israels vaktari (verndari 1866) sefur ekki.
5. Drottinn er sá sem vaktar (verndar 1866) þig, Drottinn er þín hlíf, hann
er þér til hægri handar.
6. A dagin mun sólin ekki ljósta (stínga 1866) þig, og ekki túnglid á
nóttunni.
7. Drottinn mun vardveita þig frá 0llu illu, hann mun geyma þína sál.
8. Drottinn mun vardveita þinn inngáng og útgáng frá því nú er og til
eilífrar tídar!
Á samanburði á Viðeyjarbiblíu og eldri útgáfum sést að munur er tals-
verður. Þó er upphafi 46. sálms haldið: „Gud er vort athvarf og styrkurMargt
er líkt með Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu enda styðjast báðar við danskar
þýðingar og danskt biblíumál. I báðum er þýtt: gledia Guds stad þar sem
Oddur þýddi mun Borgen Gudz blijfa Lystelig og Þorlákur breytti í mun Guds
Stadr vera kostulegr og lystiligr. Steinn þýðir medal þess Hædsta bustada þar
97