Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 100
Guðrún Kvaran
sem í Viðeyjarbiblíu stendur heilagann bústad ens hædsta. Steinn þýðir hann
mun ecke bifast og því er haldið nær orðréttu í Viðeyjarbiblíu hann skal ekki
bifast. Komed / siaaed Drottenns verk hjá Steini, Komid og sjáid Drottins verk
í Viðeyjarbiblíu. I Steinsbiblíu stendur sem hefur sett eideleggingar a l0rd-
unne en í Viðeyjarbiblíu hann gjdrir eydileggíngu á jdrdunni. í Steinsbiblíu
stendur sundurbrijtur bogann / og sundurhdggur spiootenn / brenner vagnana
med ellde, og er þýðingin nánast eins í Viðeyjarbiblíu sundurbrýtur bogann,
og hpggur sundur spjótin, uppbrennir vagnana med eldi.
Svipaða sögu er að segja um 121. sálm. Báðar þýðingamar breyta upp-
hafsorðunum í Eg vil upplipta mijnum augum (Steinn) og Eg lypti mínum
augum (Viðeyjarbiblía). Hann mun ecke laata þinnfoot skeika þýðir Steinn
og eins er þýtt í Viðeyjarbiblíu að öðru leyti en því að skipt er um sögn og
valin rasa í stað skeika. Athyglisvert er að skugginn í fimmta versi, sem haldist
hafði frá Guðbrandsbiblíu, verður að hlíf í Viðeyjarbiblíu. Lokaorðin eru
einnig næstum hin sömu: fra nu og til eilijfrar tijdar (Steinn), frá því nú er
og til eilífrar tíðar. Þama hafði Oddur þýtt Nu hiedan i fra og ad eilijfu og
Þorlákur engu breytt.
Biblíuútgáfur 1859, 1866:
Engin breyting var gerð á 46. og 121. sálmi þegar Biblían var endurútgefin
1859.1 útgáfunni frá 1866, sem þeir Pétur Pétursson síðar biskup og Sigurður
Melsteð prestaskólakennari höfðu með höndum, voru sáralitlar breytingar
gerðar á umræddum sálmum í Viðeyjarbiblíu. Drottinn herskaranna varð þó
Drottinn allsherjar, en OH á elst dæmi um herskara frá miðri 18. öld,vaktari
varð verndari, sögninni að vakta var breytt í vernda og sólin ekki Ijósta varð
sólin ekki stínga eins og í Steinsbiblíu.
1912, 1981:
Eins og við var að búast urðu nokkrar breytingar á Saltaranum þegar ný þýð-
ing leit dagsins ljós 1908 og aftur lítið breytt 1912. Gísli Skúlason guðfræð-
ingur mun hafa þýtt mestalla sálmana, þó ekki 46.-52. sálm (Gunnlaugur A.
Jónsson 1990:66), og Haraldur Níelsson fór yfir þýðinguna og bar saman við
hebreska frumtextann. Við útgáfu Biblíunnar 1981 var fáeinum stöðum breytt
og flestum til bóta.
46. sálmur
2. Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
98