Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 116
Gunnlaugur A. Jónsson
hafi veitt honum hugrekki til að flytja hinum holdsveiku þessu tíðindi:
„Grasið visnar að vísu, blómin fölna að sönnu, en orð guðs vors stendur stöð-
ugt að eilífu. Og höfuðinnihald boðskapar míns varð þetta,“ segir sr. Friðrik:
„Hvað gjörir það í rauninni til þó holdið rotni og hamingja lífsins hrynji, ef
andinn eptir guðsorði lifnar og þroskast til hins eilífa lífs.“
Enn höfum við hér dæmi um að það eru textar sem veita huggun og styrk
við erfiðar aðstæður sem sr. Friðriki virðast sérlega kærir.
Dreifing Gyðinga og Islendinga
Sr. Friðrik greinir líka frá því hversu mjög hann hafi fundið til vanmáttar síns
er hann kom til starfa meðal Islendinga í Vesturheimi. Einnig þá hafi hann
oft andvarpað í djúpi sálar sinnar: Hvað skal jeg kalla? En þá hafi huggunarrík
orð 40. kaflans („Ottist eigi,... sjá guð yðar kemur... Eins og hirðir mun hann
halda hjörð sinni til haga“) talið í hann kjark og hann hafi fundið að hann átti
erindi við Islendinga „í dreifingunni“.
Hann gerir að umtalsefni útvalningu íslendinga, eins og víðar, útvalningu
þeirra til að varðveita hinn norræna bókmenntaarf, sem hann sjálfur mat mjög
mikils og stóð föstum fótum í. En hann sér einnig forsjón Guðs og ráðsályktun
að baki ferðum Islendinga til Vesturheims og segir:
Jeg er svo sannfærður um það að Ameríkuferðimar á síðasta fjórðungi liðnu aldar-
innar voru einn liður í stjórn guðs á högum þjóðar vorrar og gjörðar að hans ráði,
þótt menn vissu það ekki þá. Jeg þykist viss um að hin sterka útfararþrá sem
vaknaði hjá svo mörgum íslendingum var ekki tilviljun heldur hafði sitt markmið
og því broti sem vestur fór var ætlað í framtíðinni hlutverk með tilliti til fram-
þróunar þjóð vorri heima eða rjettara sagt íslenzku þjóðinni í heild sinni.
Hér verður sem sé texti úr Gamla testamentinu, sem hefur að baksviði
upphaf dreifingar Gyðinga um heimsbyggðina í og með útlegð þeirra í Babýlon,
tilefni fyrir sr. Friðrik til að fjalla um hið jákvæða við Ameríkuferðir íslend-
inga, „dreifingu“ þeirra eins og hann nefnir það. Hið jákvæða sér hann m.a.
í því að vesturferðirnar „gjörðu um leið rýmra fyrir á landi voru, svo að menn
vöknuðu af aldalöngum draumi og fóru að framkvæma drauma þjóðarinnar.“
Sr. Friðrik lýkur prédikun sinni um borð í Gullfossi með því að hvetja áheyr-
endur sína til dáða, minnir á að Guð hafi einatt útvalið fáa og smáa til að vinna
sín stærstu verk í heiminum og segir: „vjer leggjum fram vort og svo gjörir
guð það sem á vantar.“
Það sem mér finnst athyglisverðast hér eru þær hliðstæður sem sr. Frið-
rik sér milli „dreifingar" Gyðinga og aðstæðna hinna brottfluttu Islendinga í
114