Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 124
Gunnlaugur A. Jónsson
Yfirleitt fjallar Gamla testamentið þó lítið um tilgang útvalningarinnar, en þar
sem það er gert kemur fram að Israelsþjóðinni sé ætlað að vera ljós fyrir
þjóðirnar (Jes 42:6).
Þess verður vart í ýmsum prédikunum sr. Friðriks að hann er í engum
vandræðum með að heimfæra ýmis hinna stóru hugtaka Gamla testamentisins
upp á íslenskar aðstæður, og það á einnig við um sjálft útvalningarstefið. í
ódagsettri prédikun sem flutt hefur verið við setningu Alþingis einhvern tíma
á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, að því er ráða má af innihaldi hennar, fjallar
sr. Friðrik meðal annars um útvalningu íslensku þjóðarinnar og tilgang Guðs
með þeirri útvalningu. í prédikuninni leggur sr. Friðrik út af orðum 5. Móse-
bókar 26:17-18: „Þú hefur látið Drottin lýsa yfir því í dag, að hann vilji vera
þinn Guð og að þér skuluð ganga á hans vegum og varðveita lög hans, skipanir
og ákvæði og hlýða hans raustu.“
í prédikun þessari segir sr. Friðrik að Guð útvelji þjóðir og reisi upp ríki
til þess að vinna ákveðin verk til eflingar ráðsályktunum sínum. Og nokkru
síðar bætir hann við:
I ákveðnum tilgangi flutti hann feður vora hingað inn í þetta land og myndaði
hina íslensku þjóð og hið íslenska ríki; og eftir að þjóðin hafði á Alþingi sínu
lýst því yfir að hún vildi vera Guðs eignarlýður, þá gaf Guð hinni afskekktu og
fámennu [þjóð] þá vegsemd að framleiða í skjóli kirkju hans þær bókmenntir sem
löngu seinna áttu að verða til þess að vekja nýtt líf í bókmenntum á norðurlöndum
og víðar. Já, Guð hefur sýnt það að hann vilji vera Guð þessarar litlu þjóðar og
nota hana í þjónustu sinni. Var það ekki þessi litla þjóð sem fyrst allra fann megin-
land Ameríku og geymdi frásögnina um það í nokkrar aldir . . . Enginn getur
reiknað út að fullu þann skerf sem þessi litla þjóð hefur lagt til framþróunar heims-
menningarinnar.40
Hér, eins og víðar í prédikunum sr. Friðriks, kemur fram að hann metur
fornbókmenntir okkar svo mikils að hann sér afrek Islendinga á bókmennta-
sviðinu sem merki um guðlega útvalningu.
Jesaja við vígslu Jóhanns Hannessonar og Sigurbjörns Einarssonar
Á árunum 1937 og 1938 kom það í hlut sr. Friðriks að lýsa vígslu tveggja
presta sem áttu eftir að verða miklir áhrifamenn í íslensku kirkjunni, þeirra
40 Með svipuðum hætti fjallar hann um útvalningu hinnar íslensku þjóðar í prédikun um borð
í Gullfossi 8. okt. 1916. Þar talar hann m.a. um útvalningu Islendinga „til að þess að geyma
um langan aldur blómann af hinum norræna þjóðstofni og hina gömlu menningu hans,
auðgaða af snilld hinna stóru snillinga sögu vorrar“
122