Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 158
Jóhanna Þráinsdóttir
Þýðingin er að mestu unnin eftir þýskri þýðingu Konrads Dietzfelbingers
á ritinu í bók hans Apokryphe Evangelien aus Nag Hammadi, Dingfelder
Verlag, 1988. Bækur til hliðsjónar: The Nag Hammadi Library, Harper San
Francisco, 1977 og Nag Hammadi Texts & The Bible, E. J. Brill, 1993.
Tilvitnanir í Hómer: Þýðing Sveinbjörns Egilssonar á Odysseifskviðu.
Texti innan sviga merkir viðbót sem sett hefur verið inn í ritið til skýringar.
Texti innan hornklofa: Frumtexti ólæsilegur eða tvíræður.
Greining sálarinnar
Frœðileg útlistun á sálinni
Codex II í safninu frá Nag Hammadí
Fornir spekingar kvenkenndu sálina. Enda er hún líka í eðli sínu kvenkyns.
Hún er jafnvel með móðurlíf.
Þegar hún var ein hjá föðurnum var hún mey og tvíkynja. En þegar hún
hrapaði niður í líkamann og vaknaði til þessa lífs féll hún fjölda ræningja í
hendur. Þessir saurlífisseggir létu hana ganga á milli sín og flekkuðu hana.
Sumir nauðguðu henni, aðrir glöptu hana með gjöfum. Allir saurguðu þeir
hana. Hún glataði meydómi sínum og líkami hennar var öllum falur.
Hvern þann karl sem hún girntist hugði hún sinn sanna eiginmann. Þegar
hún hafði gefist ótrúum og gjálífum hórkörlum á vald sem misnotuðu hana,
andvarpaði hún þungan og iðraðist.
En þegar hún snýr augliti sínu frá þessum hórkörlum hleypur hún strax
til annarra og þeir knýja hana til að búa með sér og þjóna sér til sængur, eins
og þeir væru húsbændur hennar. Blygðun hennar er slík, að hún þorir ekki að
fara frá þeim.
Þeir þykjast lengi vel vera heiðarlegir og lotningarfullir eiginmenn hennar,
en allir fara þeir að lokum frá henni. Hún situr eftir sem fátæk, einmana og
hjálparvana ekkja og á engan að í kvöl sinni. Hún á ekki annað til minja um
þá en saurgunina sem samvistir við þá ollu henni. Afkvæmin sem getin eru í
saurlífi þessu eru mállaus, blind og reikul í ráði.
Faðirinn hið efra vitjar hennar og horfir niður á hana. Hann sér hana and-
varpa og iðrast ástríðunnar, blygðunarlausrar hegðunar sinnar og saurlifnaðar-
ins sem hún hefur stundað. Og þegar hún ákallar nafn hans sér til bjargar af
hjartans einlægni og segir: „Frelsaðu mig, faðir, því sjá, ég vil standa þér
reikningsskil á því að ég yfirgaf hús mitt og flúði meyjarbústað minn. Ég sný
mér aftur til þín.“ Þegar hann sér að henni er svona innanbrjósts mun hann
156