Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 162
Jóhanna Þráinsdóttir
og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.
Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.“ (S1 103:1-5). Endurborin
stígur hún upp og lofar föður sinn og bróður sinn sem kom henni til bjargar.
Þannig frelsar endurfæðingin sálina.
Þetta fæst hvorki með dýrkun meinlætis, æfingum né bókarlærdómi,
heldur fyrir náð [Guðs], þetta er gjöf [Guðs til hinna fullkomnu]. Henni er
þessi himneska gjöf ætluð. Þess vegna kunngjörði frelsarinn: „Enginn getur
komið til mín nema faðirinn sem sendi mig dragi hann, og ég mun reisa hann
upp á efsta degi.“ (Jh 6:44).
Þess vegna áköllum við föðurinn, áköllum hann af allri sálu. Ekki með
vörunum, heldur með andanum sem innra býr og kemur úr djúpinu - við and-
vörpum og gerum yfirbót fyrir fyrra líferni með því að játa syndir okkar og
viðurkenna að við lifðum í tómri blekkingu og af marklausum ákafa; við grát-
um það hvernig við lifðum í myrkri og ölduróti: grátum yfir sjálfum okkur í
von um að hann miskunni sig yfir okkur; hötum sjálfa okkur vegna þess ástands
sem við erum í.
Svo sagði frelsarinn: „Sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir
verða.“ (Mt 5:4; 6). Einnig sagði hann: „Ef einhver kemur til mín og hatar
ekki sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lk 14: 26).
Upphaf frelsunar er iðrun. Þess vegna kom Jóhannes fram á undan Kristi
og boðaði skírn og iðrun. Iðrun er fólgin í kvöl og harmi. En mannkynið er
föðurnum kært. Hann heyrir ákall sálarinnar og sendir henni ljósið til frels-
unar.
Þess vegna lét hann andann mæla af munni spámannsins: „Segðu börnum
þjóðar minnar: Þótt syndir ykkar teygi sig frá jörðu til himins og þótt þær séu
rauðar sem skarlat og svartari en sorgarklæði, ef þið snúið ykkur til mín og
segið af allri ykkar sálu: Faðir - mun ég bænheyra ykkur sem heilaga þjóð.“
Og á öðrum stað: „Svo hefir hinn alvaldi Drottinn, Hinn heilagi í ísrael,
sagt: Fyrir afturhvarf og andvörp muntu frelsaður verða og þú munt komast
að því hvar þú varst þegar þú treystir á það sem tómt er.“ (Sbr. Jes. 30:15).
Og á enn öðrum stað segir hann: „Jerúsalem grét án afláts og sagði: Mis-
kunna þú mér! Hann mun vissulega miskunna þér þegar þú kallar í neyðinni.
Þegar hann sá, bænheyrði hann þig. Drottinn mun gefa neyðarbrauð og þreng-
ingarvatn. Héðan í frá munu þeir sem glepja þig ekki framar nálgast þig. Því
augu þín munu sjá þá sem glepja þig.“ (Sbr. Jes. 30:19-20).
160