Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 163
Tilraun handa Jóni
Þess vegna verðum við að ákalla Guð dag og nótt, teygja hendur okkar
upp til hans eins og fólk sem ákallar Guð af öllu hjarta í sjávarháska, ekki
bara til málamynda. Þeir sem ákalla hann til málamynda blekkja sjálfa sig,
þar sem Guð rannsakar nýrun og reynir hjartað sem í fylgsnum býr. Þannig
veit hann hver er frelsunar verður. Því enginn er frelsunar verður sem elskar
enn blekkingarstaðinn.
Þess vegna stendur skrifað hjá skáldinu:
„Odysseifur sat á eynni og grét. Hann var sorgbitinn og sneri augliti sínu
frá orðum Kalypsó og brögðum hennar. Hann langaði að sjá heimkynni sín
og reykinn sem steig upp frá húsunum. Hefði honum ekki borist hjálp af himni
hefði hann aldrei komist heim.“ (Sbr. Odysseifskviða I, 48-59).
Og [Helena (sálin)] segir líka:
„En hjarta mitt gladdist; því mér var þá farið að leika hugur á að komast
heim aftur.“
Og hún kveinar:
„Afródíta blekkti mig. Hún teygði mig langt í burt frá föðurlandi mínu,
einkadóttur minni og mínum ágæta eiginmanni.“ (Sbr. Odysseifskviða IV,
260-265).
Þegar sálin yfirgefur hinn fullkomna eiginmann sinn vegna svika ástar-
gyðjunnar sem ríkir yfir undirheimum er það henni til tjóns. En þegar hún
kveinar og gerir yfirbót er hún aftur leidd í hús sitt.
Ekki var heldur unnt að leiða Israelsþjóð heim úr landi Egypta, úr þræla-
húsinu, fyrr en hún hafði kveinað til Guðs og grátið undan þeim sem þrælkuðu
hana. (Sbr. 2M 3:7-8a).
Skrifað stendur i sálmunum: „Eg er þreyttur af andvörpum mínum, ég læt
hvílu mína flóa hverja nótt, lauga rekkju mína tárum, ég veslast upp af harmi
og gjörist hrumur, því hvarvetna sækir óttinn að. Farið frá mér, allir illgjörða-
menn, því að Drottinn hefir heyrt grátraust mína. Drottinn hefir heyrt grát-
beiðni mína, Drottinn tekur á móti bæn minni.“ (Sbr. Sl. 6: 6-9).
Sé iðrun okkar sönn bænheyrir Guð okkur. Þolinmóður er hann, Guð hinn-
ar miklu miskunnsemi. Hann ber að lofa um alla eilífð.
Amen.
161