Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 187
Kolbeinn Þorleifsson
Leikhúsið í guðsþjónustunni
- Hinn íslenski Milton
(Fyrirlestur í Ríkisútvarpinu annan páskadag 1985)
Góðir áheyrendur!
Það hefur orðið að ráði, að ég segði ykkur hér frá einum þætti rannsóknar-
starfs míns í íslenskri kirkjusögu á undanfömum árum. Það fer vel á því á
páskahátíðinni að leiða hugann að því mikla leikhúsi, sem guðsdýrkun krist-
innar kirkju hefur boðið mönnum upp á í aldaraðir, og því fremur sem nútíma
Islendingar eiga að hafa betri forsendur til að skilja slíka útlagningu á guðs-
þjónustunni heldur en feður þeirra höfðu. Þar á ég við það, að síðastliðna hálfa
öld hafa Islendingar átt þess kost að kynnast fegurstu listaverkum tónlistar
og leiklistar, sem byggð eru á hinu leikræna formi kristinnar trúar. Mörgum
okkar þykir nú orðið vænt um „Hallelúja-kórinn“ eftir Hándel, passíur Bachs
og H-moll messuna, að ógleymdri okkar eigin þjóðargersemi: Passíusálmum
Hallgríms Péturssonar, þar sem píslargöngu konungsins Krists er lýst skref
fyrir skref, þangað til hann er lagður í sína gröf. Saga þessi, sem í kirkjuárinu
fellur saman við vetrarvertíð á Suðurlandi, var meginefnið í miðvikudags-
guðsþjónustunum, sem prestum var skylt að halda í verstöðvum um allt land
á föstunni, þannig að ferðir manna í verið féllu öldum saman á sama tíma og
píslarganga Frelsarans. En píslir konungsins Krists áttu sér annað og göfugra
markmið en að enda í grafhýsinu; hann skyldi sigra hinn illa, brjóta niður hí-
býli hans og rísa upp sem hinn sigrandi Drottinn. Það er merking páska-
hátíðarinnar í gjörvallri kristni. Hún er sigurhátíð hins upprisna konungs, sem
upp frá því leiðir trúa þingmenn sína í óslitinni sigurför um heiminn.
Tímarnir hafa breyst frá því á dögum Hándels og Bachs, og meðvitund
okkar um hið leikræna í verkum þeirra hefur horfið, því að líkingamál okkar
aldar er annað en áður var. En eitt er undarlegt. Á hverjum vetri erfiða nokkrir
menntaskólanemar við að koma upp leiksýningum, sem þeir nefna einu nafni:
„Herranótt“. Ætli margir viti, hvað þetta orð þýði í raun og veru? Eg hefi séð
á prenti ýmsar skýringar leikhúsfræðinga á þessu fyribæri, og allir viðurkenna
185