Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 192
Kolbeinn Þorleifsson
sem lýtur almennum lögmálum ræðugerðar. Sem dæmi um þetta ætla ég að
taka formála hans að fjórtándu rímu af vorum fyrstu foreldrum Adam og Evu,
þar sem hann fjallar um „hina fyrstu Evangelii prédikun og náðarorð Guðs
við Adam og Evu“. Þetta er forspá Drottins um sœði kvinnunnar, sem troða
mun höfuð höggormsins. Þetta gefur skáldinu tilefni til að líkja þessu spámæli
við eddumál, og því fjallar hann um hinar ólíku gerðir edda í formálanum.
Hann telur upp þrjár gerðir, og er sú fyrsta helvísk edda eða lygðin; síðan er
jarðnesk edda, fróðleiks edda eða skáldamálið. Að lokum er himnesk edda,
sem er „sannleiks frœða kennslu greirí\ Síðan segir skáldið:
Guð hefur sinnar eddu ort
upphaf, þegar hann náðar port
opnaði við þann orða skort,
er Adam skemmdi eðlið vort.
Sjálfkenning um sína náð
samið hafði Guðs hjálparráð.
Munnur hans það las á láð,
þá líknin talaði um kvinnu sáð.
Höfuð nefndi og höggormsins
og hrekkvíst sœði nöðru kyns.
Einninn spáði um hælbit hins,
sem hefna skyldi mannfólksins.
Sagðan náðar samsetning
setja skal í Ijóðhending
með leyfi Guðs, so lífsskilning
lofum, sjáum og uppfylling.
I lífsins fróðleik leiði oss nú
lifandi Guð, og sterka trú,
so að oss, náðar helguð hjú,
huggi friðar málsgrein sú.
Þessi edda Drottins segir frá Stóradómi Guðs í Paradís. Um höfuð högg-
ormsins segir svo í rímunni sjálfri:
Höfuð merkir herra magt
í helgri skrift, ef gefum vagt,
en höggormurinn, sem hér er nú sagt,
hafði mannkyn undir lagt.
190