Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 198
Kolbeinn Þorleifsson
En á síðara Sabbats helgum degi
eftir Adams hátíðar hald
hófst upp Satans lygivald.
Spázérað hefur sprund af iðjuleysi
einsömul frá Adams sjón.
Ugga kunni ei nokkurt tjón.
Ormsins slœga hið illa samtal spillti
siðum góðum sakleysis,
so til komu hin verstu slys.
Grundvöllurinn að þeirri sögu, sem nú fer á eftir, og segir frá hólmgöngu
Ormsins við Evu, er í sjálfu sér jafn gömul gyðinglegri túlkun á sögu Adams
og Evu, sem er nokkrum árum eldri (12. f.Kr. í Alexandríu) en Páll postuli,
sem bjó til úr þeim skýringum kenninguna um hinn gamla og nýja Adam. Sag-
an segir frá föllnum engli Drottins, sem skríður inn í höggorminn í aldingarð-
inum til að blekkja Evu. Þessi saga náði ótrúlega miklum vinsældum við upp-
haf tímatals okkar, og leifar hennar má finna bæði í biblíunni og kóraninum,
en einkum í kristnu miðaldasögninni af Lúsífer, ljóssins englinum, sem varð
að djöfli. Skáldið gerir ráð fyrir því, að Satan hafi hlustað á kristinrétt hins
himneska konungs, meðan hann enn var hirðmaður hans; því beitir hann vopn-
um sínum af kunnáttu. Pau voru þrjú: 1. Einangrun í einveru. 2. Efasemdir í
trúmálum. 3. Samvistir við vonda menn. Gegn þessu á skáldið aðeins þrjú
sigurvopn: 1. Trú. 2. Von. 3. Kærleika. En Eva reyndi að verja sig af hreysti
með staf hlýðninnar, þótt illa gengi gegn öskri þessa grimma ljóns.
Fórst so vorri fyrstu móður áferli breiðum,
þá samhuga varð Satan leiðum,
og komin varð í Credo þá af kölska fundi,
að eplið ekki granda mundi,
en frœgðar reynsla Jysileg vœri fyrir svanna
vís að verða sjálfs hins sanna.
Og svo kom hún upp á svikahjól og sér lét aka
óvinarins agn að taka.
Ferðlúin hún flýtti sér í för og skaða.
Fannst þá engin fyrir staða.
Saurugt auga sagði leið, en sœtan flýtti
fœti af stað, en óvin ýtti.
196