Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 203
Kristján Búason
Bókmenntafræðileg greining
Lúk. 5. 1-11
Inngangur
Eftirfarandi greining Lúk. 5. 1-11 byggir fyrst og fremt á teoretískri framsetn-
ingu bókmenntafræðilegrar greiningar eftir Seymour Chatman, Story and Dis-
course. Narrative Structure in Fiction and Film} I greiningunni er ennfremur
tekið nokkuð mið af stílfræðilegri greiningu hjá David Rhoads and Donald
Michie, Mark as Story. An Introduction to the Narrative of a Gospel.1 2
Þessi bókmenntafræðilega greining á sér rætur í bókmenntarýni Aristo-
telesar, mælskulist fornaldar og miðalda, en á þessari öld hefur hún þróazt
undir áhrifum rússnesks formalisma, franskrar formgerðarstefnu og „glosse-
matik“ danska málvísindamannsins L. Hjelmslev. Litið er á frásögu sem skipu-
lega og samstæða heild valinna þátta í tilteknum tjáskipta kringumstæðum,
þar sem miðað er að viðtakandanum.3 í greiningu frásagna er áherzla á að
skoða textann út af fyrir sig, hvernig frásaga er sögð.
Gerður er greinarmunur á innihaldi frásögu og framsetningu hennar, enn-
fremur efniviði ogformi hvors um sig.
Efniviður innihaldsins er táknheimur tjáskiptakringumstæðna. Form inni-
haldsins er sá hluti efniviðar innihaldsins, sem notaður er í frásögunni, en það
eru annars vegar atvik, sem skiptast í athafnir og atburði og hins vegar til-
vistarþœttir eins og manngerðir, tími og staður og tengsl þeirra.
Form framsetningarinnar felur í sér innifalinn höfund og innifalinn við-
takanda. Hvorugur þeirra talar eða heyrir í textanum, en hægt er að álykta
sig til þeirra út frá textanum. Form framsetningarinnar nær til sögumanns, sem
segir söguna og getur verið dulinn eða augljós í sögunni, og áheyranda hans
1 Ithaca and London: Comell University Press 1978.
2 Philadelphia: Fortress Press 1982. Prófessor Jón Sveinbjömsson hefur í kennslu sinni og
í tímaritagreinum kynnt þessa tegund bókmenntafræðilegrar greiningar texta Nýja testa-
mentisins. Sjá m. a. Tímarit Háskóla íslands 1. árg. 1. tbl. 1986. Bls. 40-48.
3 Chatman, 16-31. Sjá ennfremur Kristján Búason, Formgerðargreining í málvísindum og bók-
menntum sem forsenda ritskýringar. f Studia theologica islandica 6 (1991). Bls. 83-117.
201