Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Síða 206
Kristján Búason
Orðspor af máttugri fræðslu / orði (8iSaxf| / Xóyos1) Jesú, sbr Lúk. 4. 36
n, 40-41, hefur farið um nágrannabyggðir og mannfjöldi (ðxXoi) hefur leitað
að honum, sbr Lúk. 4. 42.
Frásagan í Lúk. 5. 1-11 er við upphaf framsetningar sögumanns af starfi
Jesú við boðun ríkis Guðs. Staðsetning og aðstæður, bátar og fiskimenn, hafa
ekki áður verið kynntar til sögunnar. Þess hefur þó verið getið, að Símon hafði
beðið Jesúm að lækna tengdamóður sína og Jesús læknað hana, sbr 4. 38-39.
Þegar haft er í huga það, sem á undan er farið, kemur ekki á óvart, að sögu-
maður bregður upp mynd af mannfjölda, sem þrengir að Jesú, er hann hlustar
á fagnaðarerindi hans.
Sögumaður er í Lúk. 5. 1-11 alnálægur. Hann er vottur bæði að því, sem
gerist á ströndinni, þar sem mannfjöldinn þrengir að Jesú, er hann hlustar á
hann og fiskimennirnir þvo net sín, og því, sem gerist í bátnum úti á vatninu.
Hann heyrir samtal Jesú og Símonar. Hann er alvitur. Hann veit, hvað Jesús
sér og um innri viðbrögð fiskimannanna, óttablandna undrun (Sdpþos-, v. 9).
Með þessu móti stjórnar hann fjarlægð / nálægð viðtakanda frásögunnar. Hann
tekur viðtakandann með sér á staðinn og lætur hann skynja með sér hugskot
manngerðanna. Um leið gefur hann til kynna sérstaka stöðu sína sem vitni og
vekur trúnað viðtakandans.
I framsetningu sögumanns á samtali milli Jesú og Símonar vekur svar
Símonar um árangurslausa veiði eftirvæntingu eða dvöl með tilliti til þess,
hvort nokkuð muni veiðast. Atburðarásin leiðir svo í ljós hið óvænta.
Sögumaður hefur jákvæða afstöðu til Jesú, sem birtist í því, hvernig hann
segir fólkið heyra hann flytja Guðs orð, hvernig hann sýnir frumkvæði Jesú
og hvernig hann lætur yfirburði hans birtast í skipun Jesú, v. 4, yfirlýsingu
hans, v. 10, svo og viðbrögðum og reynslu fiskimannanna, fiskidrætti og ótta-
blandinni undrun, v. 6-9, ekki sízt eftirfylgd þeirra, v. 11.
Sögumaður hefur einnig áhuga á Símoni og félögum. Afstaða hans til
þeirra er jákvæð. Hann sýnir fyrst eðlilega efablandin viðbrögð fiskimannsins,
en síðan sýnir hann, hvernig Símon ásamt félögum fer að orðum Jesú og
hvernig hann undirstrikar guðdómlegt umboð Jesú með viðbrögðum sínum
við hinum mikla fiskidrætti, óttablandinni virðingu og eftirfylgd. Þessi já-
kvæða afstaða til Jesú og fiskimannanna er ekki endilega ljós viðtakanda, en
þjónar því að hafa jákvæð áhrif á afstöðu hans til Jesú.
ment, 3. Band]. Ad loc. Sjá einnig Marshall ad loc. Þrengri merkingu undirstrikar W.
Grundmann, Das Evangelium nach Lukas. Berlin: Evangelische Verlagsanstalt 31966
[Theologischer Handkommentar zum Neuen Testament III]. Ad. loc.
204