Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 223
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
Innifalinn viðtakandi og höfundur
Að lokum skal gerð tilraun til að ákveða nánar hinn innifalda viðtakanda, sem
er skráður í textann í Lúk. 5. 1-11, ef svo má að orði komast. Nokkrar álykt-
anir um hinn innifalda viðtakanda má draga af efnisvali og framsetningu sögu-
manns til að hafa áhrif á viðtakanda, sem er dulinn í þessari frásögu, en nefnd-
ur Þeofílus í upphafi guðspjallsins. Af efnisvali má ráða, að innifalinn höf-
undur telji innifalinn viðtakanda - líkt og sögumaður dulinn viðtakanda - hafa
áhuga á efninu, fagnaðarerindi Jesú. Hann gerir ráð fyrir, að innifalinn
viðtakandi þekki til boðskapar kirkjunnar og starfs Jesú og lærisveinanna í
Palestínu. Hann gerir eins og sögumaður ráð fyrir, að innifalinn viðtakandi
þekki til fiskiveiða, þar sem áhafnir á tveimur bátum hafa samvinnu um að
bjarga veiði úr nót. Hann gerir ennfremur ráð fyrir, að innifalinn viðtakandi
hafi spurningar gagnvart boðskap kirkjunnar, jafnvel efasemdir, en sé reiðu-
búinn að sannreyna gildi frásögunnar um Jesúm og hlusta á vitnisburð um
reynslu af guðdómlegu valdi hans. Hann væntir þess að innifalinn viðtakandi
taki frásögu sögumanns jákvætt. Hann gerir þannig ráð fyrir að innifalinn
viðtakandi hafi í grunninum jákvæða afstöðu til Jesú Krists líkt og hinn duldi
viðtakandi, sem hefur jákvætt hlutverk í tjáskiptunum. Þetta er mikilvægt, þar
sem það hefur áhrif á þann, sem í raun les eða heyrir söguna og fær stöðu
hins innifalda viðtakanda.
Hinn innifaldi höfundur, sem velur efni frásögunnar og ákveður meðferð
sögumanns á efninu hefur greinilega áhuga á Jesú og vill sýna, að reynsla
manna af Jesú staðfestir guðdómlegt umboð hans, svo að þeir gerast fylgjend-
ur hans. Hann hefur jákvæða afstöðu til fiskimannanna, sem gerast fylgjendur
Jesú. Hinn innifaldi höfundur er kristinn maður, sem vill sannfæra menn um
sannleiksgildi fagnaðarerindis Jesú Krists.
Lokið 10. júlí 1998.