Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 235
Sköpunarguðfrœðin í Árin og eilífðin
•v
hafnaði kenningunum um grafarsvefn og upprisu holdsins. Fyrir honum er
dauðinn hluti af lögmáli náttúrunnar en ekki hegning fyrir syndir eins og
kirkjan kennir. Upprisa Krists frá dauðum, sem hann gekk út frá að væri
söguleg staðreynd, er sönnun þess að hverjum og einum er fyrirhugað líf eftir
dauðann. Hún er þess vegna kjami kristinnar trúar. A henni veltur sannleiks-
gildi fagnaðarerindisins um eilíft líf hjá Guði og Haraldur var viss um að
niðurstöður sálarrannsóknanna væru óyggjandi sönnun fyrir því að þessi
atburður hafi átt sér stað í raun og veru en væri hvorki goðsögn né einhvers
konar táknmál. Það að Jesús birtist lærisveinunum eftir dauðann tók af öll
tvímæli um þennan atburð. Þar með hafði guðsríki opinberast mönnunum og
í trúnni opnaðist leið mannsins til Guðs. I raun og veru þýðir veruleiki upp-
risunnar að dauðinn er ekki til heldur aðeins þróun á guðsríkisbraut; frá einu
stigi yfir á annað í átt til fullkomnunar, til Kristsfyllingarinnar, sem er það
vaxtartakmark sem kristin trú boðar. Hér verður spíritisminn Haraldi tæki til
að boða framtíðarsýn kristindómsins um guðsríki og samfélag heilagra handan
við gröf og dauða. Haraldur leggur því oft út frá Opinberunarbók Jóhannesar,
því riti Nýja testamentisins sem mest fjallar um hinstu tíma, endalok þessa
heims og dómsdag. Þessi framtíðarvídd (eskatólógía), sem kenningin um hina
hinstu tíma felur í sér, hafði meira og minna farið forgörðum hjá frjálslyndu
guðfræðingunum sem í prédikun sinni lögðu aðaláhersluna á hinn siðræna
boðskap Krists og fordæmi hans fyrir mennina í heiminum.
Vöxtur og þroski
Þróunarhugmyndin er gegnumgangandi í allri guðfræði Haralds. Hann var
undir áhrifum þróunarhugmynda náttúruvísinda síns tíma og yfirfærði þær á
þróunina á sviði andans og mannssálarinnar. Þetta er forsenda hinnar bjart-
sýnu framtíðartrúar á eðli og möguleika mannsins. Vöxturinn getur verið
óendanlegur í þeim heimum sem taka við að jarðlífinu loknu. Hugtakið þróun
verður hjá Haraldi nánast samheiti yfir hugtök eins og vöxtur og þroski. Hann
boðar:
Þú ert Guðs bam, en aðeins á byrjunarstigi. Öll byrjun er erfið, en þó næsta
mikilvæg. Vér hefjum göngu vora hér svo ófullkomnir og veikir. En faðirinn hefur
skapað oss með eilífðareðlið og ætlar oss að þroskast gegnum veraldir. Þetta
þrautafulla jarðlíf er aðeins lítill hluti æfi vorrar.33
Haraldi verða því dæmisögur Jesú um sæðið, mustarðskornið og grein
fíkjutrésins mikilvægar þegar hann útlistar lögmál vaxtarins þessa heims og
33 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 256.
233