Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 237
\J
Sköpunarguðfrœðin í Arin og eilífðin
um og skáldsögum og umræðum um menningu og þjóðfélag.37 Umrót þessara
ára og nýjar aðstæður ýttu undir efahyggju og óvissu í trúarefnum. Sjálfur leit
hann svo á að það væri köllun hans sem prédikara að boða huggun byggða á
nýrri þekkingu sem kirkjan væri sorglega sein að nota í boðun sinni og sálu-
sorgun.38 Spíritismann taldi hann sterkasta vopnið gegn trúarefanum og þar
studdist hann við eigin reynslu.
Niðurstöður sálarrannsóknanna sagði hann kippa stoðunum undan efnis-
hyggjunni en það var vítt hugtak í málflutningi Haralds.39 Efnishyggja var
einkenni á þeim vísindamönnum sem útilokuðu tilvist Guðs. Hún náði yfir
þær lífsstefnur sem afneituðu beint eða óbeint lífi eftir dauðann. F>essar
stefnur, segir hann, reyna að gera „eilífðarvonir manna hlægilegar.“40 Slíka
afstöðu taldi hann leiða sjálfkrafa til þess að menn gæfu sig taumlaust að
heimsins lystisemdum.41 Þessar stefnur skírskotuðu til lægstu hvata mannsins
og leiddu til glötunar. Þess vegna valt allt á því að sýna og sanna gildi æðri
markmiða andlegs lífs og raunveruleika annars heims. Til þess voru sálarrann-
sóknirnar best fallnar að mati Haralds og annarra spíritista og þar með beitt-
asta vopn kirkjunnar ef hún vildi nýta sér það.
Það var fastur kjarni fólks sem sótti guðsþjónustur Haralds í Fríkirkjunni
og í upphafi hefur það flest á einn eða annan hátt tengst fólki sem tók þátt í
Tilraunafélaginu. Þennan hóp manna þekkti Haraldur frá miðilsfundunum og
gat höfðað til hans þar sem hann hafði átt með þeim dýrmætar stundir eins
og hann nefndi þær jafnan. Góð huggunarprédikun byggist á kærleika til Krists
og kærleika til safnaðarins42 og hvorutveggja átti Haraldur í ríkum mæli. Hann
tók oft dæmi af fólki í neyð sem sigrast hafði á erfiðleikum sínum fyrir þraut-
seigju og trú á kærleika Guðs, lífið eftir dauðann og hjálp að handan. Án efa
hefur sá hljómgrunnur sem hann fann meðal áheyrenda sinna eflt hann sem
prédikara og gefið honum þrek og þor til að tala gegn kenningum kirkjunnar.
í prédikununum í Tilraunafélaginu kom samkennd, einlægni hans og persónu-
leg afstaða hans skýrt fram.43 Þetta einkenndi einnig prédikanirnar í Frí-
37 Raunsæisstefna og andkirkjulegur áróður danska rithöfundarins Georgs Brandesar hafði
mikil áhrif á íslenska menntamenn frá 1880 til 1907 er hann snerist öndverður gegn
róttækum kröfum íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum, sjá Pétur Pétursson 1990:
Church and Social Change; A Study of the Secularization Process in Iceland 1880-1930.
Háskólaútgáfan, Reykjavík, s. 126-128.
38 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 351.
39 Sigurður Árni Þórðarson 1989, s. 237.
40 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 58.
41 Arin og eilífðin II, s. 53-54.
42 Olav Skjevesland 1995: Det levande ordet. Oslo, Universitetsforlaget, s 76.
43 Pétur Pétursson 1994.
235