Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 238
4
Pétur Pétursson
kirkjunni og gerði þær persónulegar um leið og þær náðu til fólks sem stóð
utan við innsta hring stuðningsmanna hans en þekkti sömu efasemdirnar og
átti við sömu vandamál að stríða.
Huggunin er fólgin í því fagnaðarerindi að maðurinn er ekki bundinn við
ófullkomleik og þjáningar þessa heims. Hann er guðlegrar ættar og hefur fólg-
ið í sér vaxtartakmark sem er Kristur. Framhaldslíf er ekki yfirnáttúrulegt
fyrirbæri heldur algilt lögmál Guðs sem nær bæði yfir þennan heim og annan.
Haraldur segir:
Hefir kristin kirkja ekki gert of lítið af því enn í prédikunarstarfsemi sinni að
benda á, hversu allur andlegur vöxtur manna og þroski lýtur sínum föstu lögum?
Mér skilst, að hún eigi þar mikið eftir að læra, en að því fróðari sem boðberar
kristindómsins verða um sálarlífið og lögmál andlegs þroska og framhaldslíf
andans, því meiri hjálp og aðstoð muni þeir geta veitt, ekki aðeins sorgbitnum
og þreyttum sálum, heldur og breyskum og syndþjáðum mönnum, og yfirleitt
þeim sem berjast við efa, hrelling, hugarkvöl eða ástríður. Og eitt af því, sem oss
öllum þarf að lærast, ef vér ætlum að vera í samvinnu við hin andlegu lögmál,
er þolinmæðin, biðlundin.44
Sú mannlega grimmd og hatur sem fyrri heimsstyrjöldin afhjúpaði kom
eins og reiðarslag yfir bjartsýna mannmiðlæga guðfræði frjálslyndu guðfræð-
innar í Evrópu. Kristnar þjóðir sem náð höfðu lengst á sviðum tækni og vís-
inda og sem um aldir höfðu verið fóstraðar með siðgæðishugsjónir kristin-
dómsins í öndvegi bárust nú á banaspjótum. Frumstæðar kenndir og fordómar
stjórnuðu hugsun og atferli fjöldans. Frjálslynda guðfræðin þokaði fyrir nýj-
um stefnum sem tóku á annan hátt á eðli mannsins og tilvist syndarinnar í
heiminum. Kvað þar mest að hinni svokölluðu „díalektísku“ guðfræði sem
svissneski guðfræðingurinn Karl Barth (1886-1968) átti öðrum fremur þátt í
að móta í kringum 1920. Hér á Islandi var þó frjálslynda guðfræðin í öndvegi
mun lengur og segja má að hún hafi verið ríkjandi í íslensku kirkjunni allt
fram yfir miðja öldina. Hugsanlega hefur spíritisminn sem nokkrir frjálsyndir
guðfræðingar aðhylltust verið ein skýringin á því hversu lífseig hin bjartsýna
mynd af manninum var hér á landi. Það er því ekki úr vegi að athuga hvernig
Haraldur fjallar um stríðið í prédikunum sínum. Hann tekur undir spurningar
sem það vekur:
„Hvað er nú orðið af guðseðlinu í mönnunum, þeim sem hæstri siðmenning hafa
náð meðal kristinna þjóða? Því ber ekki að neita: í styrjöldinni lét margur það á
sjá í verkinu, að vér erum sprottnir úr dýraríkinu að líkamanum til. Um langt skeið
44 Árin og eitífðin [1] 1920, s. 47-48.
236