Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 252
Sigurjón Arni Eyjólfsson
Samlyndisreglan kom út árið 1577 og með útkomu hennar var gengið frá
deilunum sem sprottið höfðu upp innan evangelísk-lúthersku kirkjunnar eftir
dauða Lúthers. Reglan myndaði kenningarlegan grundvöll fyrir lúthersku
kirkjuna sem byggja mátti á. Það er fyrst eftir að hún hafði komið út sem hægt
er að tala um lútherskan rétttrúnað. Helstu guðfræðingar hans voru kristsmið-
lægir í framsetningu sinni og þeim var umhugað um uppbyggingu trúarlífs
einstaklingsins,3 en þó er rétttrúnaðurinn líklega þekktastur í nútímanum fyrir
áhersluna á ritninguna sem hinn eina grundvöll fyrir trúarkenningar og á trúar-
lífið. Sú stefna skapaðist sem mótvægi við áherslu rómversk-kaþólskra á
kennivald embættismanna kirkjunnar með páfann í fararbroddi. Kenning
fylgismanna rétttrúnaðarins um að bókstafur ritningarinnar væri innblásinn af
Guði hefur oft valdið þeim misskilningi að um e.k. „bókstafstrú“ sé að ræða.
Ef aftur á móti er hugað að hugmyndum þeirra um Biblíuna, þá kemur í ljós
að nútíma túlkunarfræði og tilvistarheimspeki (með Dilthey og Bultmann í
fararbroddi) hefur meðvitað eða ómeðvitað sótt mikið í smiðju eins merkasta
guðfræðings rétttrúnaðarins, Jóhanns Gerhards (1582-1637).4 Það má rekja til
þess hversu ríkt rétttrúnaðurinn kvað á um gildi reynslunnar og trúarinnar sem
orð Guðs eða ritningin ber uppi. Áhersla rétttrúnaðarins var sú að það væri
fagnaðarerindið sem lyki upp veruleika mannsins, en ekki veruleikinn fagn-
aðarerindinu. Orðið og trúin ein voru metin sem heild sem mótar allt líf hins
kristna.5 Áhugi rétttrúnaðarins á trúarlífinu er í þessu samhengi eðlilega mik-
ill, enda skrifaði Gerhard m.a. hugvekjur þar sem hann fjallaði um flest megin-
atriði kristinnar trúar og lífemis af miklum guðfræðilegum myndugleik.6
Greinilegt er af ofangreindu að guðfræðilegar áherslur rétttrúnaðarins voru á
trúarlífið og þar með var guðfræðikerfi þeirra lifandi og dýnamískt, en ekki
dautt. Líkja má guðfræðikerfi rétttrúnaðarins við stórt eikartré með miklar
greinar sem við síðari tíma guðfræðingar (smáfuglarnir) sitjum á og syngjum
okkar guðfræðisöng.
3 Elert: Morphologie des Luthertums Bd. 1, 201-204.
4 Herrmann: Schriftauslegung als Lebensvollzug, 164-183. Baur: Die Leuchte Thiiringens,
335-356; Sigurjón Arni Eyjólfsson: Hugleiðing um lútherska rétttrúnaðinn, 29-44.
5 Herrmann: Schriftauslegung als Lebensvollzug, 172-177.
6 Meditationes sacra (1606) þær voru þýddar á fjölda tungumála, þ.á.m. á íslensku árið 1634.
Steiger: Der Kirchenvater der lutherischen Orthodoxie, 65. Helgi Skúli Kjartansson: Hall-
grímur Pétursson, 110.
250