Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 257
Af umfjöllun manna um lútherska rétttrúnaðinn
réttmætt að sakast við bókmenntafræðinga og sagnfræðinga um að misskilja
útvalningarkenningu Lúthers og rugla henni saman við útvalningarkenningu
Kalvíns o.s.frv. Þar stendur sökin upp á guðfræðinga sem þurfa að leiðrétta
þennan skilning á guðfræði Lúthers og rétttrúnaðarins. Rannsóknir á sögu rétt-
trúnaðarins eru skammt á veg komnar, en innan fræðanna draga menn sífellt
meira í efa réttmæti þess dóms sem heittrúarstefnan felldi yfir honum og
endurspeglast í almennum hugmyndum manna um þetta tímabil.25 Hugum
þvínæst stuttlega að því fyrir hvað rétttrúnaðurinn stendur og hvernig píet-
isminn hefur gagnrýnt hann.26
1.3 Gagnrýni píetismans á rétttrúnaðinn
Sú umfjöllun og þau efnistök sem réttrúnaðurinn hér á landi hefur fengið
minna óneitanlega á gagnrýni heittrúarstefnunnar á réttrúnaðinn.27 Heittrúar-
stefnan kom fyrst fram í Þýskalandi eftir 1675 og var orðin mótandi í norðan-
verðri Evrópu í kringum aldamótin 1700.28 Fulltrúar hennar lögðu áherslu á
trúarþelið og eftirfylgdina við Krist. Mikilvægt var að virða einfaldleika trúar-
innar, sem bundin voru við kjarnaatriði. Þessi viðleitni og tilhneiging til ein-
földunar á kenningarkerfi kristindómsins leiddi til einingarviðleitni þar sem
allir trúaðir áttu að sameinast um einfaldleikann. Gagnrýni fulltrúa þessarar
stefnu beindist fyrst og fremst að aðgreiningu og fjandskapnum á milli lúthersks,
kalvísks- og kaþólsks rétttrúnaðar. í deilum kirkjudeildanna höfðu guðfræð-
ingar aftur leitað í smiðju heimspekinnar og þá sérstaklega Aristotelesar til
að skilgreina hugtök og smíða sín trúfræðikerfi. í þriðju og fjórðu kynslóð
rétttrúnaðarins er deilan um rétta túlkun á trúarhugtökum miðlæg og leystist
stundum upp í sértækar orðaskýringar um afmörkuð guðfræðileg efni. Áhersla
heittrúarstefnunnar á einfaldleika og trúarþelið er andsvar við þessum rétt-
trúnaði undir lok 17. aldar og er gagnrýni á hann.
25 í þessu sambandi er skemmtileg umfjöllun Þorsteins Vilhjálmssonar, þar sem hann dregur
fram hvernig slíkur „fordómur" um Lúther hefur komist inni í vísindasöguna, þar sem
Adrew White lagði Lúther þau orð í munn að hann hefði kallað Kópemikus „uppskafning
... og bjáni ... án þess að nokkur fótur sé til fyrir því í latneska frumtextanum. Merkir
höfundar virðast síðan hafa farið flatt á því að taka upp tilvitnum Whites án þess að bera
saman við frumtextann“ Þorsteinn Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli, 14.
26 Hornig: Lehre und Bekenntnis im Protestantismus, 72.
27 Spener: Pia Desideria, 3-9, 53-81.
28 Wallmann: Der Pietismus, 58-59, 75-79; Wallmann: Pietismus und Orthodoxie - Uber-
legungen und Fragen zur Pietismusforschung, 53-81.
255