Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 259
Af umfjöllun manna um lútherska rétttrúnaðinn
huga að framsetningu Heckels í von um að hún varpi einhverju ljósi á þann
tíðaranda sem ríkti hér á Islandi á 17. öld.
11.1 íleitaðfestu
II. 1.1 Að reisa múra utan um sannfæringu
Á 17. öld urðu róttækar breytingar í Evrópu bæði hvað varðaði veðurfar og
þjóðfélagsbyggingu. Veðurfar fór kólnandi því hitastig lækkaði um eina til
tvær gráður. Því er ekki að undra að tímabilið frá 1550-1720 hafi verið nefnt
litla ísöldin. Þessar veðurfarsbreytingar höfðu afgerandi áhrif á landbúnað og
leiddu til uppskerubresta, sem fæddi af sér hungursneyð og faraldra. Þetta kom
illa við samfélag sem var um miðbik aldarinnar hrjáð af svo til stöðugum
stríðrekstri. Næstum því hálfa öldina leitaðist keisarinn við að koma gagnsið-
bót á með vopnavaldi, í veikri von um að endurreisa mætti einingu keisara-
dæmisins og kirkjunnar. Afleiðing þess var þrjátíu ára stríðið (1618-1648) sem
kostaði óskaplega blóðtöku, t.d. féll um einn þriðji hluti þýsku þjóðarinnar í
átökunum, stór landsvæði fóru í auðn og lítið var um barnsfæðingar.32 Tilraun
til að endurreisa hina „fornu-einingu“ var dæmd til að mistakast þar sem bæði
keisaradæmi og kirkja voru klofin í smærri einingar.33 Stríðsátökin voru að
mörgu leyti glíma kirkjudeildanna, þar sem svið hins trúarlega og stjórnmála-
lega myndaði eina heild.34 Á þennan máta varpaði samspil veðurfarsbreytinga,
erfiðs efnahagskerfis, túarbragðadeilna og stríðsreksturs skugga neyðar og
erfiðleika yfir öldina.35 Efnahagslegar breytingar eru vissulega mótandi, en
drifkraft þessa tímabils er að finna í trúnni og kirkjudeildunum.
Kirkjan. í miðju þessara átaka og óreiðu leituðust menn við að styrkja
innri sannfæringu á hinu kirkjulega sviði með því að tryggja innra og ytra
öryggi samfélagsins. Þráin eftir festu kom skýrt fram í þeirri viðleitni að
hlutgera og njörva niður hinn þjóðfélagslega veruleika. Menn leituðust við
að beisla hinn umbyltandi kraft siðbótarinnar með því að beina honum í réttan
farveg og tryggja það sem áunnið var.36 Trúin tók á sig áþreifanlegt form í
játningunni. Hin frelsandi trú sem mótar heildarveruleika mannsins (fides qua
creditur) leitaði sífellt meira að haldi í útleggingum á trúarinnihaldinu (fiedes
quae creditur). Játningin eða játningarritin höfðu afgerandi gildi við hlið vitnis-
32 Burkhardt, Der DreiBigjahrige Krieg, 236-237.
33 Heckel: Paritat (I), 149-162.
34 Burkhardt; Der DreiBigjahrige Krieg,128-143; Dipper: Deutsche Geschichte, 1 l,16n.
35 Dipper: Deutsche Geschichte, 18-29.
36 Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 9-18.
257