Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Síða 263
Af umfjöllun manna um lútherska rétttrúnaðinn
II. 1.4 Trúarlífið
Á miðöldum hafði kirkjan ekki beitt sér sérstaklega fyrir því að uppfræða al-
þýðu eða tryggja áhrifamátt sinn yfir einstaklingnum sem slíkum. Einstakling-
urinn var hluti af samfélagi, sem laut endanlega þeirri hugmyndafræði sem
kirkjan mótaði, en með tilkomu kirkjudeildanna breytist þessi staða alfarið.
Segja má að nú hefjist baráttan um sálirnar og að evrópsk alþýða sé kristnuð.
Kirkjudeildirnar þurftu nú að byggja á trúarsannfæringu almennings og þar
með sannfæringu hvers einstaklings. I löndum mótmælenda í Þýskalandi var
með tilkomu Samlyndisgreinum frá 1577 búið að festa hinn nýja sið kenning-
arlega í sessi og hann orðin að almenningseign. Um svipað leyti, eftir Trident-
þingið, hófust menn handa á landsvæðum kaþólskra.
Báðar kirkjudeildir voru drifnar áfram af trúarákafa og kirkjurækni stjórn-
anda samfélagsins. Hirðin varð að miðpunkti trúrækninnar, þar sem bænir,
helgihald og guðsþjónustur mynduðu ramma daglegs lífs. Sem landsfaðir bar
furstinn persónulega ábyrgð á veraldlegri velferð þegna sinna og sálarheill
þeirra. Honum bar að tryggja að fagnaðarerindið væri boðað og að boðorðin
væru haldin. Hann setti þannig valdi aðalsins og stórbænda mörk til að vernda
hin veiku og tryggja félagslegt réttlæti.45 í þessu sambandi voru guðfræði-
deildir háskólanna mjög mikilvægar fyrir stjórnkerfi furstadæmanna.46
Skólahald, sem m.a. byggði á kennslu í Frœðunum minni, var uppistaðan
fyrir uppeldi þegnanna. Prédikunin var vettvangur fullorðinsfræðslunnar og
hefur hún hvorki fyrr né síðar haft jafn miðlægt gildi í samfélaginu. Kirkju-
tónlist og sálmakveðskapur blómstraði, en í trúarlegum kveðskap var kenn-
ingin bundinn beint við huggun trúarinnar. Sálmarnir voru það hald sem fólk
greip til á erfiðum tímum og þeir björguðu því frá örvæntingu. I þeim endur-
speglaðist sú trúarsannfæring að heimur og maður væru þrátt fyrir allt góð
sköpun Guðs. Einstaklingurinn gat leitað til Guðs sem leiddi hann í gegnum
45 Heckel: Sinn und Wandel der Freiheitsidee, 462-463; Heckel: Die Krise der Religions-
verfassung des Reiches und die Anfange des DeiBigjáhrigen Krieges, 977.
46 Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 224. Meðal þeirra guðfræðinga sem voru
mótandi á þessum tíma, voru Robert Bellarmin (1542-1621) sem var kaþólskur og Jóhann
Gerhard (1582-1637) sem var lútherskur. Báðir teljast til merkustu guðfræðinga sinna
kirkjudeilda. Hve áhrif átakanna á milli lúthersks og rómverks rétttrúnaðar eru afgerandi
sést ef t.d. er hugað að bók Sigurðar Melsteð: Samanburður á ágreiningslærdómum kat-
ólsku og prótestantisku kirkjunnar. Sigurður styðst m.a við niðurstöður Tridentsþingsins
(synodus Tridentina), og Bellarmine, þegar talið berst að kaþólikkum og við Apologia con-
fessionis, Articula Smalcaldi og Confessio Augustana, þegar talið beinist að mótmælend-
um. Sigurður Melsteð: Samanburður á ágreiningslærdómum katólsku og prótestantísku
kirkjunnar, vii.
261