Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Qupperneq 288
Sigurbjörn Einarsson
af heitum áhuga mínum á ritningum þínum. Gef það, sem ég elska. Víst elska
ég það. Einnig það er þín gjöf. Gef, faðir, þú sem sannarlega hefur vit á að
gefa börnum þínum góðar gjafir (Matt. 7,11). Gef, því ég hef færst það í fang
að skilja þetta og það er erfitt í augum mínum (Sálm. 73, 16) uns þú lýkur
upp. I nafni Krists, í allra helgasta nafni hans, heiti ég á þig: Lát engan stöðva
mig. Ég trúði, þess vegna talaði ég (Sálm. 116, lo). Þetta er von mín, að ég
megi skoða yndisleik Drottins (Sálm. 27, 4). Sjá, þú hefur gjört daga mína
gamla (sbr. Sálm. 39,6), þeir fljúga hjá, ég veit ekki hvernig.
Sífellt er talað um tíma og tíðir. „Hve lengi ræddi hann þetta?“. „Hve lengi
var hann að þessu?“. „Hve lengi hef ég ekki séð þetta?“. „Þessi samstafa er
helmingi lengri en hin einkvæða, stutta“. Svo tölum vér og skiljumst og skilj-
um. Þetta sýnist áþreifanlega augljóst, enda á allra vörum. Og þó er mikil hula
yfir þessu, órofin að svo búnu.
XXIII.
Heyrt hef ég lærðan mann segja, að gangur sólar, tungls og stjarna sé tíminn
sjálfur. Ekki féllst ég á það. Hví skyldi þá ekki hreyfing allra hluta vera tími?
Ef himinljósin næmu staðar en hjól leirkerasmiðsins héldi áfram að snúast,
væri þá enginn tími, sem unnt væri að mæla þessa snúninga með og segja, að
það snerist með jöfnum hraða eða ýmist hraðar eða hægar og snúningamir
tækju að sama skapi lengri eða skemmri tíma? Eða myndu ekki orð um þetta
vera töluð í tíma, ef mælt væru? í því máli væru sum atkvæði löng, önnur
stutt, því sum myndu hljóma á lengri tíma, önnur á skemmri.
Guð, veit þú oss mönnum að sjá í hinu smáa merkin, sem eru sameiginleg
smáu og stóru. Stjörnur og himinljós eru sett til að marka tíðir, daga og ár
(l.Mós. 1,4), víst er um það. Ekki segi ég, að snúningur þessa litla tréhjóls sé
dagur. Hinn lærði maður ætti heldur ekki að segja, að hann sé ekki tími.
Mig langar að skilja það afl og eðli tímans, sem miðað er við, þegar hreyf-
ingar hluta eru mældar og sagt til dæmis, að ein hreyfing vari helmingi lengur
en önnur. Orðið „dagur“ merkir ekki aðeins þann tíma, þegar sól er á lofti, -
það gerir mun dags og nætur -, heldur er átt við gang hennar allan frá austri
til austurs. Þegar sagt er, að þetta margir dagar séu liðnir, eru næturnar taldar
með og ekki sér. Dagur miðast við gang sólar, hringferð hennar frá austri til
austurs. En ég spyr: Er þessi hreyfing dagurinn eða er hann sá tími, sem hreyf-
ingin tekur? Eða er hann hvort tveggja?
Ef dagur er sama og hringferð sólar yrði dagur, þótt sól færi hringinn á
tíma, er svarar einni stund. Sé dagur sama og tíminn, sem hringferðin tekur,
yrði ekki dagur, þótt svo stutt væri milli sólaruppkomu og sólarlags, að svaraði
286